Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 29. nóvember 2022 22:31
Ívan Guðjón Baldursson
Íranar fögnuðu tapi gegn Bandaríkjunum
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Það hefur ríkt mikil ólga í Íran undanfarna mánuði eftir að Mahsa Amini, 22 ára írönsk kona, var handtekin fyrir að klæðast slæðunni sinni á rangan hátt.


Mahsa lést 16. september á spítala eftir að hafa verið í haldi lögreglu og vakti málið mikinn óhug. Morðið hrinti af stað háværum mótmælum gegn valdstjórninni sem svaraði með ofbeldi og hefur myrt 326 mótmælendur hið minnsta.

Leikmenn íranska landsliðsins standa opinberlega með fólkinu í heimalandi sínu en fólkið í heimalandinu stendur þó ekki með íranska landsliðinu eða neinu öðru sem gæti komið sér vel fyrir stjórnendur landsins.

Íran spilaði úrslitaleik við Bandaríkin fyrr í kvöld um hvort liðið færi upp úr B-riðli heimsmeistaramótsins og áfram í 16-liða úrslitin. Bandaríkin, sem er langtíma óvinur Íran þegar kemur að pólitískum málefnum, unnu leikinn gegn Íran og fögnuðu Íranar tapinu.

Þeir þorðu þó ekki að fjölmenna á torgum landsins af ótta við viðbrögð yfirvalda.


Athugasemdir
banner
banner