Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 29. nóvember 2022 10:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Portúgalska sambandið ætlar með sönnunargögn til FIFA
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, stórstjarna portúgalska landsliðsins, taldi sig hafa skorað í gær þegar Portúgal vann 2-0 sigur gegn Úrúgvæ í riðlakeppni HM.

Markið var hins vegar ekki skráð á hann. Ronaldo reyndi að skalla boltann í netið og boltinn virtist strjúka á honum hárið en það var ekki nóg fyrir FIFA.

Markið er skráð á Bruno Fernandes sem átti fyrirgjöfina. Boltinn breytti ekki um stefnu.

Athletic fjallar um málið og segist fréttamaður miðilsins hafa farið yfir myndbandið mjög oft. Hann er á þeirri skoðun að Ronaldo hafi ekki skorað markið, hann eigi ekki að fá markið skráð á sig. Þó svo að Piers Morgan segi annað.

Samkvæmt frétt El Chiringuito þá er portúgalska sambandið með Ronaldo í þessu máli. Sambandið ætlar að fara með málið til FIFA svo Roanldo, sem er 37 ára, fái markið skráð á sig. Það skiptir greinilega gríðarlega miklu máli fyrir Ronaldo að fá þetta mark skráð á sig, jafnvel meira en sigurinn sjálfur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner