Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   þri 29. nóvember 2022 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ward bjargaði Wales - Neco Williams spilaði með heilahristing

Wales og England eigast við þessa stundina í lokaumferð riðlakeppni HM.


Walesverjar eru í slæmri stöðu í riðlinum og þurfa sigur gegn Englendingum til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum.

Staðan er þó markalaus eftir tæplega 40 mínútna leik en Englendingar fengu besta færi leiksins þegar Marcus Rashford slapp í gegn. Danny Ward gerði afar vel að verja frá honum einn á móti einum.

Þá er Wales búið að missa Neco Williams útaf í meiðsli eftir að hann fékk höfuðhögg. Williams hélt leik áfram fyrst um sinn en fór svo af velli tíu mínútum síðar og er líklega með heilahristing.

Sjáðu vörsluna


Athugasemdir