Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
banner
   mið 29. nóvember 2023 20:24
Brynjar Ingi Erluson
Onana fær falleinkunn - Fernandes besti maður United
Mynd: Getty Images
Kamerúnski markvörðurinn André Onana fékk aðeins tvo í einkunn frá Manchester Evening News fyrir frammistöðuna í 3-3 jafnteflinu gegn Galatasaray í Meistaradeildinni í kvöld.

Onana átti slæman dag á skrifstofunni. Hann var hreyfingarlaus og illa staðsettur á milli stanganna í fyrsta aukaspyrnumarki Hakim Ziyech og hefði getað gert betur og ekki leit það betur út er Ziyech gerði annað aukaspyrnu mark sitt á 62. mínútu.

Aukaspyrnan var ekkert sérstök en Onana, sem virtist ætla að verja þægilega, missti boltann í eigið net. Þá má deila um það hvort hann átti að gera betur í jöfnunarmarkinu.

MEN gefur Onana aðeins 2 í einkunn Bruno Fernandes var besti maður United með 8.

Einkunnir Man Utd: Onana (2), Wan-Bissaka (7), Maguire (6), Lindelöf (6), Shaw (7), McTominay (7), Amrabat (6), Antony (7), Fernandes (8), Garnacho (8), Höjlund (6).
Varamenn: Martial (4), Mainoo (6), Dalot (6), Pellistri (5).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner