Willum Þór Willumsson er ekki í myndinni hjá Chris Davies þjálfara Birmingham City fyrir seinni hluta tímabilsins og er sóknartengiliðurinn því til sölu.
Willum var mikilvægur hlekkur í liði Birmingham í League One deildinni á síðustu leiktíð og var svo frá keppni í rúma þrjá mánuði vegna meiðsla í haust. Hann hefur ekki fundið taktinn í Championship og gæti skipt um félag fyrir lok janúargluggans.
Hann byrjaði nokkra leiki undir stjórn Davies eftir meiðslin, í kringum jólatímann, og hefur komið inn af bekknum á lokamínútunum í fjórum af síðustu fimm leikjum.
Félagið seldi Alfons Sampsted til Go Ahead Eagles fyrr í janúar og reyndi að senda Willum með en það var ekki pláss fyrir hann í liðinu. Núna er Willum orðaður við NEC Nijmegen sem leikur einnig í efstu deild í Hollandi.
23.01.2026 18:32
Vildu ekki fá Willum með Alfons
Gelderlander greinir frá áhuga Nijmegen sem er að eiga frábært tímabil og situr í fjórða sæti í Eredivisie, með 35 stig eftir 19 umferðir. Liðið er óvænt í baráttu um meistaradeildarsæti.
Willum lék með G.A. Eagles og gerði flotta hluti í hollenska boltanum áður en hann var keyptur til Englands.
Willum er 27 ára gamall og hefur tekið þátt í 18 A-landsleikjum eftir að hafa verið lykilmaður í U21 liðinu.
Athugasemdir






