Dani Cadena, leikmaðir Njarðvíkur, og félagar í landsliði Níkaragva komust í fyrranótt áfram í lokakeppni Gullbikarsins (Gold Cup) sem haldin verður í Bandaríkjunum í júlí. Liðið vann 3-0 sigur á Haítí, samtals 4-3. Dani lék allar 180 mínútunar í einvíginu.
Dani sem uppalinn er í Real Betis er ný orðinn þrítugur og er frá Spáni en er með tvöfalt ríkisfang; spænskt og Níkaragva þar sem hann er landsliðsmaður. Dani á að baki 16 landsleiki með Níkaragva og hefur skorað í þeim 3 mörk.
Dani gekk til liðs við Njarðvík, sem spilar í 2. deildinni, í febrúar þar sem hann hefur skorað eitt mark í tveimur leikjum í Lengjubikarnum.
Í myndbandinu hér að neðan má sjá frá fagnaðarlátunum eftir sigur Níkaragva gegn Haítí.
Leikir Níkaragva í sumar:
7.7.2017 - Martinique – Níkaragva - Nissan Stadium; Nashville, Tenn.
12.7.2017 - Panama – Níkaragva - Raymond James Stadium; Tampa, Fla.
15.7.2017 - Bandaríkin – Níkaragva - FirstEnergy Stadium; Cleveland, Ohio
Sjá einnig:
Eyjamenn gætu misst tvo leikmenn í júlí vegna Gullbikarsins
Athugasemdir