Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 30. mars 2021 09:35
Magnús Már Einarsson
Ekki ljóst hver tekur við fyrirliðabandinu af Jóni Degi
Icelandair
Davíð Snorri á æfingu í Ungverjalandi.
Davíð Snorri á æfingu í Ungverjalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, segir að það skýrist eftir æfingu liðsins í dag hvernig byrjunarliðið verður skipað gegn Frökkum í lokaleiknum í riðlakeppni EM.

Ljóst er að Davíð mun gera breytingar á byrjunarliðinu á morgun en Jón Dagur Þorsteinsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Willum Þór Willumsson eru allir farnir til móts við A-landsliðið sem mætir Liechtenstein á morgun.

„Við þurfum aðeins að skoða stöðuna. Við erum að fara að æfa af krafti og nýtum daginn vel. Við verðum klárir á morgun," sagði Davíð á fréttamannafundi í dag.

Davíð sagði einnig að það myndi skýrast síðar í dag hver mun bera fyrirliðabandið eftir að Jón Dagur fór í A-landsliðið.

Róbert Orri Þorkelsson gæti komið aftur inn í hjarta varnarinnar eftir að hafa misst af leiknum gegn Dönum vegna hita.

„Hann er góður og hann er klár. Hann fékk örlitla sýkingu og smá hita á morgni leikdags gegn Dönm en hann er orðinn góður," sagði Davíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner