Lewandowski enn á lista í Sádi-Arabíu - Arsenal ætlar að kaupa Neto í janúar - Lingard fer ekki til West Ham
   fim 30. mars 2023 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lætur fyrrum landsliðsmann Póllands heyra það
Matty Cash.
Matty Cash.
Mynd: Getty Images
Matty Cash, bakvörður Aston Villa og pólska landsliðsins, hefur látið Tomasz Hajto, fyrrum landsliðsmann Póllands, heyra það.

Cash varð fyrir meiðslum á níundu mínútu í leik með Póllandi gegn Tékklandi í síðustu viku. Hinn 25 ára gamli Cash ákvað eftir það að yfirgefa herbúðir Póllands og fara aftur til félagsliðs síns.

Hajto ákvað í kjölfarið að gagnrýna Cash. Hann sagði að leikmaðurinn hefði ekki átt að drífa sig svona mikið til baka og hefði í staðinn átt að vera með með pólska hópnum. Pólland átti eftir að spila leik við Albaníu og Hajto hefði viljað sjá Cash spila þar.

„Ég hefði verið áfram fram á mánudag. Ég myndi reyna eins og ég gæti að jafna mig, ég myndi sýna þjálfaranum að þetta skipti mig miklu máli," sagði Hajto.

Cash sá þetta og ákvað að svara honum. „Það sem þú segir er algjört bull."

Cash er fæddur og uppalinn í Englandi en móðir hans á ættir að rekja til Póllands. Því valdi hann að spila fyrir pólska landsliðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner