Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Kristján Másson: Hrærður yfir öllum þessum meisturum sem mættu á leikinn
Tómas Leó um vítaspyrnudóminn: Hann dæmdi víti þannig er þetta ekki víti?
Elís skoraði sigurmarkið: Stóð upp og vissi ekki hvað ég átti að gera
Sveinn Þór: Þeir mega djamma alla helgina
Besti þátturinn - Tveir fyrrum leikmenn Valerenga mætast
Haraldur Freyr: Sorglegt
Raggi Sig: Mikill léttir
Atli Arnars: Eins og það sé erfitt fyrir dómara að dæma tvö víti fyrir sama lið í leik
Ómar Ingi: Ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í
Rúnar Páll ósáttur með dómgæsluna: Bara hlægilegt, so sorry
Emil Atla um markametið: Þetta væri stórt afrek
Arnar: Á eftir að skamma Sölva fyrir þetta
Heimir um Kjartan Henry: Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um þetta
Rúnar Kristins: Þarft að hitta á samherja þegar þú ert að sparka boltanum á milli
Niko: Ef við vinnum síðustu tvo leikina þá er stigametið komið til að vera
Addi Grétars: Það verða örugglega breytingar
Jökull: Hann hefur allt til þess að spila fyrir íslenska landsliðið
Patrick Pedersen: Finn ekkert til lengur
Óskar Hrafn: Erum að berjast fyrir lífi okkar
Elmar Atli: Það er besta tilfinning sem fótboltamaður fær
   fim 30. mars 2023 17:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Vanda um brottrekstur Arnars: Trúin ekki lengur til staðar
Icelandair
watermark Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Arnar Þór Viðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson.
Arnar Þór Viðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var tilkynnt fyrr í dag að Arnar Þór Viðarsson hefði verið rekinn úr stöðu landsliðsþjálfara Íslands. Tímapunkturinn kemur kannski á óvart þar sem undankeppnin fyrir Evrópumótið er nýhafin.

Vanda segir í samtali við Fótbolta.net að stjórn KSÍ hafi fundað um málið og þar hafi niðurstaðan verið sú að Arnar Þór væri ekki rétti maðurinn í að leiða liðið áfram.

„Ákvörðunin var tekin á stjórnarfundi í dag eftir að við vorum að ræða landsliðsmálin í gær. Það kemur í ljós að trúin á að við séum með rétta manninn sé ekki lengur til staðar," segir Vanda.

„Þá er í rauninni ekkert annað í stöðunni en að taka þessa ákvörðun, eins erfið og hún er. Það er alltaf erfitt að taka svona ákvarðanir en það er okkar einlæg trú að til þess að eiga möguleika á að fara á stórmót - sem skiptir miklu máli fyrir íslenskan fótbolta - að þá sé þetta partur af því."

Hver var síðasti naglinn í kistuna?

„Þetta er svona þróun, en eins ánægð og við vorum með leikinn á móti Liechtenstein þá vorum við jafn óánægð með Bosníu. Mér finnst þetta meira snúast um tilfinnguna sem við erum með, að Arnar sé ekki rétti maðurinn. Við vitum um allt sem hann hefur gengið í gegnum, en þetta var niðurstaðan."

Hún segir að það hafi verið erfitt að láta Arnar vita af þessu. „Já, ég er hreinskilin með það. Þetta er eitthvað sem ég hafði ekki gert áður."

Hún segir að það hafi ekki verið rætt við leikmenn um ákvörðunina. „Þetta er ákvörðun sem stjórn tekur. Við stöndum og föllum með þessari ákvörðun. Það er trú okkar að þetta sé rétt ákvörðun, eins erfið og hún er. Við ræddum ekki við neina leikmenn. Þetta er hlutverk stjórnar, samkvæmt lögum KSÍ."

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að ofan en þar ræðir Vanda meira um ákvörðunina sem var tekin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner