Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   fim 30. mars 2023 17:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Vanda um brottrekstur Arnars: Trúin ekki lengur til staðar
Icelandair
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson.
Arnar Þór Viðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var tilkynnt fyrr í dag að Arnar Þór Viðarsson hefði verið rekinn úr stöðu landsliðsþjálfara Íslands. Tímapunkturinn kemur kannski á óvart þar sem undankeppnin fyrir Evrópumótið er nýhafin.

Vanda segir í samtali við Fótbolta.net að stjórn KSÍ hafi fundað um málið og þar hafi niðurstaðan verið sú að Arnar Þór væri ekki rétti maðurinn í að leiða liðið áfram.

„Ákvörðunin var tekin á stjórnarfundi í dag eftir að við vorum að ræða landsliðsmálin í gær. Það kemur í ljós að trúin á að við séum með rétta manninn sé ekki lengur til staðar," segir Vanda.

„Þá er í rauninni ekkert annað í stöðunni en að taka þessa ákvörðun, eins erfið og hún er. Það er alltaf erfitt að taka svona ákvarðanir en það er okkar einlæg trú að til þess að eiga möguleika á að fara á stórmót - sem skiptir miklu máli fyrir íslenskan fótbolta - að þá sé þetta partur af því."

Hver var síðasti naglinn í kistuna?

„Þetta er svona þróun, en eins ánægð og við vorum með leikinn á móti Liechtenstein þá vorum við jafn óánægð með Bosníu. Mér finnst þetta meira snúast um tilfinnguna sem við erum með, að Arnar sé ekki rétti maðurinn. Við vitum um allt sem hann hefur gengið í gegnum, en þetta var niðurstaðan."

Hún segir að það hafi verið erfitt að láta Arnar vita af þessu. „Já, ég er hreinskilin með það. Þetta er eitthvað sem ég hafði ekki gert áður."

Hún segir að það hafi ekki verið rætt við leikmenn um ákvörðunina. „Þetta er ákvörðun sem stjórn tekur. Við stöndum og föllum með þessari ákvörðun. Það er trú okkar að þetta sé rétt ákvörðun, eins erfið og hún er. Við ræddum ekki við neina leikmenn. Þetta er hlutverk stjórnar, samkvæmt lögum KSÍ."

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að ofan en þar ræðir Vanda meira um ákvörðunina sem var tekin.
Athugasemdir
banner
banner