Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
   fim 30. mars 2023 17:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Vanda um brottrekstur Arnars: Trúin ekki lengur til staðar
Icelandair
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson.
Arnar Þór Viðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var tilkynnt fyrr í dag að Arnar Þór Viðarsson hefði verið rekinn úr stöðu landsliðsþjálfara Íslands. Tímapunkturinn kemur kannski á óvart þar sem undankeppnin fyrir Evrópumótið er nýhafin.

Vanda segir í samtali við Fótbolta.net að stjórn KSÍ hafi fundað um málið og þar hafi niðurstaðan verið sú að Arnar Þór væri ekki rétti maðurinn í að leiða liðið áfram.

„Ákvörðunin var tekin á stjórnarfundi í dag eftir að við vorum að ræða landsliðsmálin í gær. Það kemur í ljós að trúin á að við séum með rétta manninn sé ekki lengur til staðar," segir Vanda.

„Þá er í rauninni ekkert annað í stöðunni en að taka þessa ákvörðun, eins erfið og hún er. Það er alltaf erfitt að taka svona ákvarðanir en það er okkar einlæg trú að til þess að eiga möguleika á að fara á stórmót - sem skiptir miklu máli fyrir íslenskan fótbolta - að þá sé þetta partur af því."

Hver var síðasti naglinn í kistuna?

„Þetta er svona þróun, en eins ánægð og við vorum með leikinn á móti Liechtenstein þá vorum við jafn óánægð með Bosníu. Mér finnst þetta meira snúast um tilfinnguna sem við erum með, að Arnar sé ekki rétti maðurinn. Við vitum um allt sem hann hefur gengið í gegnum, en þetta var niðurstaðan."

Hún segir að það hafi verið erfitt að láta Arnar vita af þessu. „Já, ég er hreinskilin með það. Þetta er eitthvað sem ég hafði ekki gert áður."

Hún segir að það hafi ekki verið rætt við leikmenn um ákvörðunina. „Þetta er ákvörðun sem stjórn tekur. Við stöndum og föllum með þessari ákvörðun. Það er trú okkar að þetta sé rétt ákvörðun, eins erfið og hún er. Við ræddum ekki við neina leikmenn. Þetta er hlutverk stjórnar, samkvæmt lögum KSÍ."

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að ofan en þar ræðir Vanda meira um ákvörðunina sem var tekin.
Athugasemdir
banner
banner
banner