Rúnar Kristinsson, þjálfari bikarmeistara KR, var tekinn tali eftir 3-1 sigur liðsins gegn Grindavík í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins.
Lestu um leikinn: KR 3 - 1 Grindavík
"Við náðum á endanum að komast yfir aftur eftir að þeir jöfnuðu og klára þennan leik og við gerðum það vel. Við hefðum hins vegar hafa skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik. Þeir áttu reyndar sín færi líka og hefðu hæglega getað skorað meira en eitt mark."
"Mér fannst vera nokkuð jafnræði með liðunum lengi vel framan af en í kjölfarið á fyrsta markinu okar eigum við tvö algjör dauðafæri. Reyndar komst Magnús Björgvinsson var þarna einn í gegn frá miðju rétt áður en að við skoruðum fyrsta markið þannig að við hefðum getað lent undir."
Spurður út í frammistöðu Atla Sigurjónssonar sagði Rúnar: "Liðið í heild sinni var svo sem ekki að spila sinn besta leik, við vorum bara svona sæmilegir, mér fannst við ekkert sérstaklega góðir en ég meina menn voru að leggja á sig, það er stutt síðan að við spiluðum síðast, bara 2 daga hvíld og var því smá þreyta í mannskapnum. Atli er með mjög góða tækni og útsjónarsemi og er frábær leikmaður sem að er búinn að vera að stíga upp núna og við væntum mikils af honum áfram."
Athugasemdir























