Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   fim 30. maí 2013 23:00
Valur Páll Eiríksson
Rúnar Kristins: Ákváðum að pína Hauk aðeins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari bikarmeistara KR, var tekinn tali eftir 3-1 sigur liðsins gegn Grindavík í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins.

Lestu um leikinn: KR 3 -  1 Grindavík

"Við náðum á endanum að komast yfir aftur eftir að þeir jöfnuðu og klára þennan leik og við gerðum það vel. Við hefðum hins vegar hafa skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik. Þeir áttu reyndar sín færi líka og hefðu hæglega getað skorað meira en eitt mark."

"Mér fannst vera nokkuð jafnræði með liðunum lengi vel framan af en í kjölfarið á fyrsta markinu okar eigum við tvö algjör dauðafæri. Reyndar komst Magnús Björgvinsson var þarna einn í gegn frá miðju rétt áður en að við skoruðum fyrsta markið þannig að við hefðum getað lent undir."

Spurður út í frammistöðu Atla Sigurjónssonar sagði Rúnar: "Liðið í heild sinni var svo sem ekki að spila sinn besta leik, við vorum bara svona sæmilegir, mér fannst við ekkert sérstaklega góðir en ég meina menn voru að leggja á sig, það er stutt síðan að við spiluðum síðast, bara 2 daga hvíld og var því smá þreyta í mannskapnum. Atli er með mjög góða tækni og útsjónarsemi og er frábær leikmaður sem að er búinn að vera að stíga upp núna og við væntum mikils af honum áfram."
Athugasemdir
banner