Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
   fös 30. maí 2025 21:40
Anton Freyr Jónsson
„Ef ég hefði ekki trú á því að við gætum snúið þessu við saman þá væri ég ekki hérna"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Stoltið það er sárt og það er ekki spurning og leiðinlegt að þegar við fáum á okkur eitt mark þá bjóðum við bara upp á mörk í kjölfarið og það er erfitt að horfa upp á það." sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson þjálfari Leiknis Reykjavík en liðið fékk alvöru skell þegar Grindavík mætti í heimsókn í Breiðholtið. 


Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  6 Grindavík

„Þetta eru atvik og moment og atvik sem við bara klikkum á. Fáum á okkur mark úr hornspyrnu og fáum á okkur víti og við það fór loftið svolítið úr okkur en samt sem áður klárum við hálfleikinn, vorum miklu meira með boltann en fáum á okkur þrjú mörk og náum ekki að skapa okkur opin færi.."

Leiknir er búið að fá á sig tólf mörk í síðustu tveimur umferðum. Liðið tapaði 6-0 gegn Keflavík og svo núna í dag fékk liðið á sig sex gegn Grindavík. 

„Ég held að það sé engin nokkur spurning að það sé mjög mikið áhyggjuefni að láta flengja sig tvo leiki í röð með þessum hætti."

Ólafur Hrannar Kristjánsson segist ekki hafa áhyggjur af starfi sínu íBreiðholti. 

„Nei þannig séð ekki en ég veit alveg hvernig þessi heimur virkar og ég held að það viti það allir sem fylgjast með. Þetta er kannski ekki öruggasta starf í heimi, þegar ílla gengur að þá er erfitt að horfa framhjá því að þetta sé alltaf möguleiki en ef ég hefði ekki trú á því að við gætum snúið þessu við saman að þá væri ég ekki hérna."

Athugasemdir
banner