Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 30. júní 2020 11:38
Magnús Már Einarsson
Björgvin Stefáns í KV á láni (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR hefur lánað framherjann Björgvin Stefánsson í KV sem spilar í 3. deildinni.

Björgvin hefur ekkert verið með KR á þessu tímabili vegna meiðsla og Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, sagði við Fótbolta.net eftir leikinn gegn ÍA á sunnudag að óvíst sé hvenær hann verður klár.

Hinn 25 ára gamli Björgvin hefur nú verið lánaður í KV en hann gæti spilað þar til að komast i leikform þegar hann verður klár á ný.

KR getur síðan kallað hann aftur til baka í félagaskipaglugganum í ágúst.

Björgvin er á sínu þriðja tímabili hjá KR en hann skoraði fjögur mörk í ellefu leikjum í Pepsi Max-deildinni í fyrra og fimm mörk í átján leikjum árið 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner