Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
banner
   þri 30. júlí 2019 22:31
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Því miður er of langt í næsta leik og menn þurfa að svekkja sig of lengi á þessu tapi
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar heimsóttu bræður sína í Keflavík hinumeginn við hringtorgið þegar þeir mættu á Nettóvöllinn og flautað var til leiks í 15.Umferð Inkasso deildar karla í kvöld.
Fyrir leikinn í kvöld voru Njarðvíkingar undir rauðu línunni og í bráðri nauðsyn að sækja stig en leikurinn í kvöld átti eftir að reynast þeim erfiður.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Njarðvík

„Bara virkilega, virkilega svekkjandi. Lögðum mikið í leikinn og vorum betri á stórum köflum og vorum eiginlega mun betri og fá á sig svona skíthælismark í lok leiks er bara skelfilegt." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Við erum að leitast eftir stigum og erum að reyna sækja stig og við gerum það ekki svona með að fara og opna markið bara ýta honum inn, það gerist ekki mikið þá og við erum virkilega súrir með þetta tap afþví við vorum bara betri á móti fínu Keflavíkurliði en við héldum meiri bolta og vorum sterkari á öllum stöðum leiksins og þótt það hljómi asnalega miðað við stöðu liðanna í deildnni en það var þannig í dag en við fáum ekkert út úr því og það er skelfilegt."

Njarðvíkingar spiluðu virkilega vel í dag og voru betri á flestum vístögðum leiksins en það var síðasti þriðjungurinn sem var ekki alveg að detta með þeim í kvöld.
„Við erum samt að ná helling af option-um inn á markið, við erum að skjóta að markið og láta markmanninn hinumeginn hafa fyrir því og þó svo hann hafi kannski ekki þurft að hafa neitt stórvægilega fyrir því en þá þurfti samt að verja og gera annað en við þurfum einfaldlega að fara ná í stig, við fáum ekki mikið út úr svona leikjum að spila vel og vera sterkari aðilinn en fá svo ekkert út úr því og hvað þá einum fleirri."

Athygli þótti vekja að Andri Fannar væri ekki á skýrslu hjá Njarðvík fyrir leik en ástæðan fyrir því var einföld.
„Hann var í leikbanni eftir 4 gul spjöld þannig hann var í banni hér í dag."

Rafn Markús gerir ekki ráð fyrir því að það verði frekari breytingar á hópnum fyrir gluggalok.
„Nei, við erum nátturlega búnir að vera í meiðslavandræðum með Begga og Brynjar og ég býst ekki við neinu, við erum sáttir við okkar hóp og þurfum að vinna með okkar hóp þurfum að halda sæti okkar í deildinni með þann hóp sem við erum með og við erum ánægðir með það og það er fínn andi í hópnum en svona töp eru vond og við þurfum að vera fljótir að ná okkur út úr því en því miður er of langt í næsta leik og menn þurfa að svekkja sig of lengi á þessu tapi."

Nánar er rætt við Rafn Markús Vilbergsson þjáfara Njarðvíkur í klippunni hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner