Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   þri 30. júlí 2024 23:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fylkisvellinum
Gunnar Magnús: Þetta var eiginlega með ólíkindum
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson.
Gunnar Magnús Jónsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningarnar eru vægast sagt mjög slæmar, gríðarlega svekktur," sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 0-1 tap gegn Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld.

Hann var afar svekktur með frammistöðuna hjá sinni liði í leiknum. Þær mættu í raun ekki til leiks og var Stjarnan með yfirburði til að byrja með.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Stjarnan

„Það er mikið svekkelsi með frammistöðuna. Við áttum mjög góða frammistöðu í síðustu leikjum og það er mjög fúlt að ná ekki að fylgja því eftir með alvöru frammistöðu. Við vorum ekki þátttakendur í fyrri hálfleik. Það var aðeins meira lífsmark í seinni hálfleik en samt engan veginn nógu gott."

Hvað gerðist í byrjun fyrri hálfleiks?

„Það er góð spurning maður. Þetta var eiginlega með ólíkindum. Bara slakasti hálfleikur sem Fylkisliðið hefur spilað undir minni stjórn. Við tökum ekkert af Stjörnunni en við vorum bara ekki með."

„Það var ekki að sjá það að við værum lið sem væri að berjast fyrir sæti okkar í deildinni. Það kom aðeins meira blóð á tennurnar í seinni hálfleik. Það var meiri dugnaður og vilji en það vantaði upp á ákvarðanartökur og sendingarnar voru slæmar. Því fór sem fór."

„Ég hef áhyggjur af því hvað frammistaðan var léleg en það þýðir ekkert að grafa sig niður og fara að grenja. Það eru sex leikir eftir og við erum þremur stigum frá öruggu sæti. Við förum inn í verslunarmannahelgina og hlöðum batteríin. Við verðum að koma fullar af orku inn í næstu leiki," sagði Gunnar Magnús.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner