Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   þri 30. júlí 2024 23:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fylkisvellinum
Gunnar Magnús: Þetta var eiginlega með ólíkindum
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson.
Gunnar Magnús Jónsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningarnar eru vægast sagt mjög slæmar, gríðarlega svekktur," sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 0-1 tap gegn Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld.

Hann var afar svekktur með frammistöðuna hjá sinni liði í leiknum. Þær mættu í raun ekki til leiks og var Stjarnan með yfirburði til að byrja með.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Stjarnan

„Það er mikið svekkelsi með frammistöðuna. Við áttum mjög góða frammistöðu í síðustu leikjum og það er mjög fúlt að ná ekki að fylgja því eftir með alvöru frammistöðu. Við vorum ekki þátttakendur í fyrri hálfleik. Það var aðeins meira lífsmark í seinni hálfleik en samt engan veginn nógu gott."

Hvað gerðist í byrjun fyrri hálfleiks?

„Það er góð spurning maður. Þetta var eiginlega með ólíkindum. Bara slakasti hálfleikur sem Fylkisliðið hefur spilað undir minni stjórn. Við tökum ekkert af Stjörnunni en við vorum bara ekki með."

„Það var ekki að sjá það að við værum lið sem væri að berjast fyrir sæti okkar í deildinni. Það kom aðeins meira blóð á tennurnar í seinni hálfleik. Það var meiri dugnaður og vilji en það vantaði upp á ákvarðanartökur og sendingarnar voru slæmar. Því fór sem fór."

„Ég hef áhyggjur af því hvað frammistaðan var léleg en það þýðir ekkert að grafa sig niður og fara að grenja. Það eru sex leikir eftir og við erum þremur stigum frá öruggu sæti. Við förum inn í verslunarmannahelgina og hlöðum batteríin. Við verðum að koma fullar af orku inn í næstu leiki," sagði Gunnar Magnús.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner