Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   þri 30. júlí 2024 23:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fylkisvellinum
Gunnar Magnús: Þetta var eiginlega með ólíkindum
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson.
Gunnar Magnús Jónsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningarnar eru vægast sagt mjög slæmar, gríðarlega svekktur," sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 0-1 tap gegn Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld.

Hann var afar svekktur með frammistöðuna hjá sinni liði í leiknum. Þær mættu í raun ekki til leiks og var Stjarnan með yfirburði til að byrja með.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Stjarnan

„Það er mikið svekkelsi með frammistöðuna. Við áttum mjög góða frammistöðu í síðustu leikjum og það er mjög fúlt að ná ekki að fylgja því eftir með alvöru frammistöðu. Við vorum ekki þátttakendur í fyrri hálfleik. Það var aðeins meira lífsmark í seinni hálfleik en samt engan veginn nógu gott."

Hvað gerðist í byrjun fyrri hálfleiks?

„Það er góð spurning maður. Þetta var eiginlega með ólíkindum. Bara slakasti hálfleikur sem Fylkisliðið hefur spilað undir minni stjórn. Við tökum ekkert af Stjörnunni en við vorum bara ekki með."

„Það var ekki að sjá það að við værum lið sem væri að berjast fyrir sæti okkar í deildinni. Það kom aðeins meira blóð á tennurnar í seinni hálfleik. Það var meiri dugnaður og vilji en það vantaði upp á ákvarðanartökur og sendingarnar voru slæmar. Því fór sem fór."

„Ég hef áhyggjur af því hvað frammistaðan var léleg en það þýðir ekkert að grafa sig niður og fara að grenja. Það eru sex leikir eftir og við erum þremur stigum frá öruggu sæti. Við förum inn í verslunarmannahelgina og hlöðum batteríin. Við verðum að koma fullar af orku inn í næstu leiki," sagði Gunnar Magnús.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner