Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   mið 30. ágúst 2023 23:53
Ívan Guðjón Baldursson
Willum Þór búinn að framlengja (Staðfest) - „24... nei, 26"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Willum Þór Willumsson er lykilleikmaður í liði Go Ahead Eagles í hollenska boltanum. Hann vakti mikla athygli með frammistöðu sinni á síðustu leiktíð og voru FC Twente og FC Utrecht áhugasöm um að fá hann í sínar raðir, auk fleiri félagsliða utan landsteinanna.


Þær tilraunir báru þó ekki árangur þar sem Willum er búinn að semja við G.A. Eagles. Hann hefur fengið nýjan þriggja ára samning hjá félaginu sem veitir honum umtalsverða launahækkun. Fyrir nýja samninginn var hann samningsbundinn fram á næsta sumar og vísar hann í það í myndbandinu hér neðst.

Willum er 24 ára gamall og var í dag valinn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Lúxemborg og Bosníu í undankeppni fyrir EM. Hann verður þó ekki liðtækur gegn Lúxemborg þar sem hann tekur út leikbann.

Willum skoraði 8 mörk og gaf 3 stoðsendingar á sínu fyrsta tímabili í efstu deild hollenska boltans og er þegar kominn með eitt mark í tveimur leikjum á nýrri leiktíð.


Athugasemdir