Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   fös 30. ágúst 2024 22:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Þetta slys í fyrri hálfleik er svo ólíkt okkur
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar heimsóttu Aftureldingu í kvöld þegar 20.umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Njarðvíkingar eru í hörku baráttu um umspilssæti og máttu illa við því að missa af stigum í þeirri baráttu í kvöld.


Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  1 Njarðvík

„Hörmung. Bara algjör hörmung hvernig við komum út hérna í fyrri hálfleik og hvað við sýndum eða ekki sýndum. Við gerðum nátturlega ekki rassgat hérna í fyrri hálfleik. Það varð bara til þess að við töpuðum þessum leik." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson svekktur eftir tapið í kvöld.

„Við erum búnir að taka eina heila æfingarviku loksins, við erum búnir að bíða eftir því að komast í eina æfingarviku til þess að stilla þetta allt saman og augljóslega var það ekki nægilega vel gert hjá okkur eða þá að undirbúningurinn var ekki nægilega góður hjá okkur og ég verð bara að taka það á mig." 

Njarðvíkingar litu alls ekki vel út í fyrri hálfleik en hvað var hægt að segja eða gera í hálfleik?

„Við gerðum bara strax þrjár skiptingar. Okkur fannst bara sumir leikmenn hérna sem áttu að vera máttarstólpar í þessu liði, þessu stóru leikmenn að þeir svolítið féllu svolítið á testinu fannst mér. Þessir leikmenn sem komu inná gerðu bara mjög vel og bara virkilega ánægður með þá og jújú við komum tilbaka og gamla góða 'já við unnum seinni hálfleikinn' og eitthvað svona kjaftæði. Ég trúi ekki á það en þeir sýndu það að þeim var ekki sama. Þeim var ekki sama að það væri bara verið að 'pound-a' á þeim eða var verið að keyra yfir þá." 

Njarðvíkingar hafa verið í umspilsbaráttu eða baráttu við toppliðin í allt sumar en er mögulega pressan farinn að segja til sín þegar svona lítið er eftir?

„Auðvitað erum við nátturkega með hóp sem að hefur ekkert verið í þessum aðstæðum áður. Ég veit og vissi það líka fyrir tímabilið en talaði um það þegar ég skrifaði undir að ég ætlaði að reyna taka þennan klúbb á næsta level og til þess að við gerum það þá þurfum við allir að leggja miklu meira á okkur og við höfum gert það." 

„Þetta slys hérna í fyrri hálfleik er svo ólíkt okkur finnst mér. Kannski er það komin einhver pressa og menn byrjaðir að sjá það að þetta er hérna fyrir framan okkur og við þurfum bara að ná í það en kannski höfum við bara ekki karakterinn í liðinu til þess að ná í þetta sem að er fyrir framan okkur." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfara Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner