Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
banner
   fös 30. ágúst 2024 22:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Þetta slys í fyrri hálfleik er svo ólíkt okkur
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar heimsóttu Aftureldingu í kvöld þegar 20.umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Njarðvíkingar eru í hörku baráttu um umspilssæti og máttu illa við því að missa af stigum í þeirri baráttu í kvöld.


Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  1 Njarðvík

„Hörmung. Bara algjör hörmung hvernig við komum út hérna í fyrri hálfleik og hvað við sýndum eða ekki sýndum. Við gerðum nátturlega ekki rassgat hérna í fyrri hálfleik. Það varð bara til þess að við töpuðum þessum leik." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson svekktur eftir tapið í kvöld.

„Við erum búnir að taka eina heila æfingarviku loksins, við erum búnir að bíða eftir því að komast í eina æfingarviku til þess að stilla þetta allt saman og augljóslega var það ekki nægilega vel gert hjá okkur eða þá að undirbúningurinn var ekki nægilega góður hjá okkur og ég verð bara að taka það á mig." 

Njarðvíkingar litu alls ekki vel út í fyrri hálfleik en hvað var hægt að segja eða gera í hálfleik?

„Við gerðum bara strax þrjár skiptingar. Okkur fannst bara sumir leikmenn hérna sem áttu að vera máttarstólpar í þessu liði, þessu stóru leikmenn að þeir svolítið féllu svolítið á testinu fannst mér. Þessir leikmenn sem komu inná gerðu bara mjög vel og bara virkilega ánægður með þá og jújú við komum tilbaka og gamla góða 'já við unnum seinni hálfleikinn' og eitthvað svona kjaftæði. Ég trúi ekki á það en þeir sýndu það að þeim var ekki sama. Þeim var ekki sama að það væri bara verið að 'pound-a' á þeim eða var verið að keyra yfir þá." 

Njarðvíkingar hafa verið í umspilsbaráttu eða baráttu við toppliðin í allt sumar en er mögulega pressan farinn að segja til sín þegar svona lítið er eftir?

„Auðvitað erum við nátturkega með hóp sem að hefur ekkert verið í þessum aðstæðum áður. Ég veit og vissi það líka fyrir tímabilið en talaði um það þegar ég skrifaði undir að ég ætlaði að reyna taka þennan klúbb á næsta level og til þess að við gerum það þá þurfum við allir að leggja miklu meira á okkur og við höfum gert það." 

„Þetta slys hérna í fyrri hálfleik er svo ólíkt okkur finnst mér. Kannski er það komin einhver pressa og menn byrjaðir að sjá það að þetta er hérna fyrir framan okkur og við þurfum bara að ná í það en kannski höfum við bara ekki karakterinn í liðinu til þess að ná í þetta sem að er fyrir framan okkur." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfara Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner