Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   fös 30. ágúst 2024 21:54
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Þurfti ekki mikið að mótivera menn
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hörku fótboltaleikur hérna. Blautt gras, smá vindur sem bauð upp á mikið af tæklingum. Ég er bara hrikalega ánægður með að við tökum þrjú stig hérna í dag.“

Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur sem opnaði toppbaráttuna upp á gátt í kvöld með 3-2 sigri á liði ÍBV í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 ÍBV

Lið Keflavíkur byrjaði leikinn í kvöld af miklum krafti og komst nokkuð sanngjarnt yfir snemma leiks þegar Mihael Mladen skoraði sitt sjötta mark í átta leikjum. Um miðbik hálfleiksins féll liðið þó nokkuð djúpt á völlinn og nýttu Eyjamenn sér það til að jafna fyrir hálfleik. Meira jafnræði var með liðunum heilt yfir í síðari hálfleik en það voru ´þó Keflvíkingar sem tóku frumkvæðið í markaskorun.

„Við byrjuðum leikinn frábærlega og stjórnuðum öllu á vellinum. Fáum svo á okkur eina skyndisókn og þeir jafna leikinn. En við töluðum svo um það í hálfleik að halda áfram að vinna fyrsta og annan boltann, þetta var bardagaleikur og við þurftum að vera ofan á í því.“

Eftir vonbrigðin gegn Þrótti í síðustu viku þar sem lið Keflavíkur tapaði á lokasekúndum leiksins reyndist Haraldi nokkuð auðvelt að gíra liðið upp í viðureign við ÍBV.

„Það þurfti ekki mikið að mótivera menn í þennan leik. Menn bara mættu tilbúnir í alvöru bardaga.“

Næst á dagskrá Keflavíkur er útileikur gegn grönnum sínum í Njarðvík næstkomandi laugardag. Bæjarhátíð Reykjanesbæjar Ljósanótt nær hámarki sama dag og má því búast við margmenni á vellinum.

„Þetta leggst mjög vel í okkur. Ljósanæturleikur og hátíð í bæ. Það verður bara gaman að takast á við Njarðvíkinga og vonandi verður fullt af fólki.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan. Fréttaritari biðst afsökunar á lélegum hljómgæðum í myndbandinu sem orsakast af tæknilegum mistökum undirritaðs.
Athugasemdir
banner
banner
banner