Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
banner
   fös 30. ágúst 2024 21:54
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Þurfti ekki mikið að mótivera menn
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hörku fótboltaleikur hérna. Blautt gras, smá vindur sem bauð upp á mikið af tæklingum. Ég er bara hrikalega ánægður með að við tökum þrjú stig hérna í dag.“

Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur sem opnaði toppbaráttuna upp á gátt í kvöld með 3-2 sigri á liði ÍBV í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 ÍBV

Lið Keflavíkur byrjaði leikinn í kvöld af miklum krafti og komst nokkuð sanngjarnt yfir snemma leiks þegar Mihael Mladen skoraði sitt sjötta mark í átta leikjum. Um miðbik hálfleiksins féll liðið þó nokkuð djúpt á völlinn og nýttu Eyjamenn sér það til að jafna fyrir hálfleik. Meira jafnræði var með liðunum heilt yfir í síðari hálfleik en það voru ´þó Keflvíkingar sem tóku frumkvæðið í markaskorun.

„Við byrjuðum leikinn frábærlega og stjórnuðum öllu á vellinum. Fáum svo á okkur eina skyndisókn og þeir jafna leikinn. En við töluðum svo um það í hálfleik að halda áfram að vinna fyrsta og annan boltann, þetta var bardagaleikur og við þurftum að vera ofan á í því.“

Eftir vonbrigðin gegn Þrótti í síðustu viku þar sem lið Keflavíkur tapaði á lokasekúndum leiksins reyndist Haraldi nokkuð auðvelt að gíra liðið upp í viðureign við ÍBV.

„Það þurfti ekki mikið að mótivera menn í þennan leik. Menn bara mættu tilbúnir í alvöru bardaga.“

Næst á dagskrá Keflavíkur er útileikur gegn grönnum sínum í Njarðvík næstkomandi laugardag. Bæjarhátíð Reykjanesbæjar Ljósanótt nær hámarki sama dag og má því búast við margmenni á vellinum.

„Þetta leggst mjög vel í okkur. Ljósanæturleikur og hátíð í bæ. Það verður bara gaman að takast á við Njarðvíkinga og vonandi verður fullt af fólki.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan. Fréttaritari biðst afsökunar á lélegum hljómgæðum í myndbandinu sem orsakast af tæknilegum mistökum undirritaðs.
Athugasemdir
banner
banner
banner