Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fös 30. ágúst 2024 21:54
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Þurfti ekki mikið að mótivera menn
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hörku fótboltaleikur hérna. Blautt gras, smá vindur sem bauð upp á mikið af tæklingum. Ég er bara hrikalega ánægður með að við tökum þrjú stig hérna í dag.“

Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur sem opnaði toppbaráttuna upp á gátt í kvöld með 3-2 sigri á liði ÍBV í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 ÍBV

Lið Keflavíkur byrjaði leikinn í kvöld af miklum krafti og komst nokkuð sanngjarnt yfir snemma leiks þegar Mihael Mladen skoraði sitt sjötta mark í átta leikjum. Um miðbik hálfleiksins féll liðið þó nokkuð djúpt á völlinn og nýttu Eyjamenn sér það til að jafna fyrir hálfleik. Meira jafnræði var með liðunum heilt yfir í síðari hálfleik en það voru ´þó Keflvíkingar sem tóku frumkvæðið í markaskorun.

„Við byrjuðum leikinn frábærlega og stjórnuðum öllu á vellinum. Fáum svo á okkur eina skyndisókn og þeir jafna leikinn. En við töluðum svo um það í hálfleik að halda áfram að vinna fyrsta og annan boltann, þetta var bardagaleikur og við þurftum að vera ofan á í því.“

Eftir vonbrigðin gegn Þrótti í síðustu viku þar sem lið Keflavíkur tapaði á lokasekúndum leiksins reyndist Haraldi nokkuð auðvelt að gíra liðið upp í viðureign við ÍBV.

„Það þurfti ekki mikið að mótivera menn í þennan leik. Menn bara mættu tilbúnir í alvöru bardaga.“

Næst á dagskrá Keflavíkur er útileikur gegn grönnum sínum í Njarðvík næstkomandi laugardag. Bæjarhátíð Reykjanesbæjar Ljósanótt nær hámarki sama dag og má því búast við margmenni á vellinum.

„Þetta leggst mjög vel í okkur. Ljósanæturleikur og hátíð í bæ. Það verður bara gaman að takast á við Njarðvíkinga og vonandi verður fullt af fólki.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan. Fréttaritari biðst afsökunar á lélegum hljómgæðum í myndbandinu sem orsakast af tæknilegum mistökum undirritaðs.
Athugasemdir
banner
banner