Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   fös 30. ágúst 2024 22:05
Sverrir Örn Einarsson
Hemmi Hreiðars: Höfum verið betri í öllum leikjunum
Lengjudeildin
Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV var að vonum súr eftir 3-2 tap hans manna gegn Keflavík á HS Orkuvellinum í kvöld. Eyjamenn sem eiga í harðri baráttu um toppsæti Lengjudeildarinnar voru þar að tapa sínum öðrum leik í röð og gætu horft fram á það að missa frumkvæðið í toppbaráttunni í hendur Fjölnis á ný. Hermann var ekki á því að úrslit leiksins væru sanngjörn.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 ÍBV

„Alls ekki þau voru það engan veginn. Allir sem horfðu á leikinn hljóta að hafa séð það. Þeir voru kannski betri í 20-25 mínútur en eftir það tókum við öll völd á vellinum. Á öðrum degi hefðum við fengið þessi þrjú stig en við eigum erfitt með að nýta okkar færi. “

ÍBV er líkt og áður segir að tapa sínum öðrum leik í röð í deildinni og þar með tapað sex stigum. Stig sem gætu reynst dýrkeypt þegar upp er staðið og hefðu mögulega getað tryggt Eyjamönnum sæti í Bestu deildinni hefðu þau fallið þeim í skaut.

„Það eru líka öll jafnteflin fyrr í sumar þar sem við vorum alltaf betri. En þetta er bara hluti af þessu. Við höfum verið betri í öllum leikjunum í sumar myndi ég segja en það bara telur ekki nóg.“

Næst á dagskrá Eyjamanna er viðureign við Grindavík á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Kjörið tækifæri til að komast á ný á sigurbraut?

„Við erum búnir að vera á heimavelli gjörsamlega frábærir. Okkur hlakkar bara til næsta leiks eins og alltaf og höldum áfram að njóta þess að spila fótbolta og reyna að búa til fullt af færum. Svo bara sjáum við til hvort við skorum mikið.“

Sagði Hermann en allt viðtalið má sjá hér að ofan. Fréttaritari biðst afsökunar á lélegum hljómgæðum í myndbandinu sem orsakast af tæknilegum mistökum undirritaðs.
Athugasemdir
banner