Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fös 30. ágúst 2024 22:05
Sverrir Örn Einarsson
Hemmi Hreiðars: Höfum verið betri í öllum leikjunum
Lengjudeildin
Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV var að vonum súr eftir 3-2 tap hans manna gegn Keflavík á HS Orkuvellinum í kvöld. Eyjamenn sem eiga í harðri baráttu um toppsæti Lengjudeildarinnar voru þar að tapa sínum öðrum leik í röð og gætu horft fram á það að missa frumkvæðið í toppbaráttunni í hendur Fjölnis á ný. Hermann var ekki á því að úrslit leiksins væru sanngjörn.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 ÍBV

„Alls ekki þau voru það engan veginn. Allir sem horfðu á leikinn hljóta að hafa séð það. Þeir voru kannski betri í 20-25 mínútur en eftir það tókum við öll völd á vellinum. Á öðrum degi hefðum við fengið þessi þrjú stig en við eigum erfitt með að nýta okkar færi. “

ÍBV er líkt og áður segir að tapa sínum öðrum leik í röð í deildinni og þar með tapað sex stigum. Stig sem gætu reynst dýrkeypt þegar upp er staðið og hefðu mögulega getað tryggt Eyjamönnum sæti í Bestu deildinni hefðu þau fallið þeim í skaut.

„Það eru líka öll jafnteflin fyrr í sumar þar sem við vorum alltaf betri. En þetta er bara hluti af þessu. Við höfum verið betri í öllum leikjunum í sumar myndi ég segja en það bara telur ekki nóg.“

Næst á dagskrá Eyjamanna er viðureign við Grindavík á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Kjörið tækifæri til að komast á ný á sigurbraut?

„Við erum búnir að vera á heimavelli gjörsamlega frábærir. Okkur hlakkar bara til næsta leiks eins og alltaf og höldum áfram að njóta þess að spila fótbolta og reyna að búa til fullt af færum. Svo bara sjáum við til hvort við skorum mikið.“

Sagði Hermann en allt viðtalið má sjá hér að ofan. Fréttaritari biðst afsökunar á lélegum hljómgæðum í myndbandinu sem orsakast af tæknilegum mistökum undirritaðs.
Athugasemdir
banner
banner