Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   fös 30. ágúst 2024 22:05
Sverrir Örn Einarsson
Hemmi Hreiðars: Höfum verið betri í öllum leikjunum
Lengjudeildin
Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV var að vonum súr eftir 3-2 tap hans manna gegn Keflavík á HS Orkuvellinum í kvöld. Eyjamenn sem eiga í harðri baráttu um toppsæti Lengjudeildarinnar voru þar að tapa sínum öðrum leik í röð og gætu horft fram á það að missa frumkvæðið í toppbaráttunni í hendur Fjölnis á ný. Hermann var ekki á því að úrslit leiksins væru sanngjörn.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 ÍBV

„Alls ekki þau voru það engan veginn. Allir sem horfðu á leikinn hljóta að hafa séð það. Þeir voru kannski betri í 20-25 mínútur en eftir það tókum við öll völd á vellinum. Á öðrum degi hefðum við fengið þessi þrjú stig en við eigum erfitt með að nýta okkar færi. “

ÍBV er líkt og áður segir að tapa sínum öðrum leik í röð í deildinni og þar með tapað sex stigum. Stig sem gætu reynst dýrkeypt þegar upp er staðið og hefðu mögulega getað tryggt Eyjamönnum sæti í Bestu deildinni hefðu þau fallið þeim í skaut.

„Það eru líka öll jafnteflin fyrr í sumar þar sem við vorum alltaf betri. En þetta er bara hluti af þessu. Við höfum verið betri í öllum leikjunum í sumar myndi ég segja en það bara telur ekki nóg.“

Næst á dagskrá Eyjamanna er viðureign við Grindavík á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Kjörið tækifæri til að komast á ný á sigurbraut?

„Við erum búnir að vera á heimavelli gjörsamlega frábærir. Okkur hlakkar bara til næsta leiks eins og alltaf og höldum áfram að njóta þess að spila fótbolta og reyna að búa til fullt af færum. Svo bara sjáum við til hvort við skorum mikið.“

Sagði Hermann en allt viðtalið má sjá hér að ofan. Fréttaritari biðst afsökunar á lélegum hljómgæðum í myndbandinu sem orsakast af tæknilegum mistökum undirritaðs.
Athugasemdir
banner
banner