Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fös 30. ágúst 2024 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Mætt aftur með látum - „Virkilega þakklát að það fór ekki verr"
Kvenaboltinn
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Blikar eru búnir að endurheimta Öglu Maríu Albertsdóttur til baka úr meiðslum en hún átti frábæra innkomu gegn Víkingi í kvöld. Hún skoraði með sinni fyrstu snertingu eftir að hafa verið í innan við mínútu inn á vellinum.

„Þetta er stórkostleg tilfinning og það er geggjað að vinna þær tvisvar svona sannfærandi. Mjög gott eftir að hafa tapað fyrir þeim fyrr í sumar," sagði Agla María eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

„Þetta var bara geggjað, gott að skora og gott að vera vinna sig inn í leiki núna. Það er svo stutt síðan ég byrjaði að skokka og hvað þá að æfa."

„Það er gott að fá mínútur og fá sjálfstraust. Það eru bókstaflega bara úrslitaleikir eftir og ég er að koma inn á skemmtilegasta tímapunktinum á tímabilinu. Það er gott að setja tóninn fyrir síðasta fjórðung tímabilsins."

Agla María hefur verið meidd síðustu tvo mánuði en það er frábært fyrir Blika að fá hana til baka.

„Þetta er búið að vera krefjandi. Ég og Olla vorum tvær meiddar á sama tíma og það var frábært að vera með henni í ræktinni. Það var geggjað að vera með Ollu í þessu. Það eru þrjár vikur síðan ég byrjaði að skokka. Ég er virkilega þakklát að það fór ekki verr. Mér líður mjög vel," sagði Agla María.

Blikar komust á toppinn með sigrinum í kvöld en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner