Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fös 30. ágúst 2024 22:18
Stefán Marteinn Ólafsson
Maggi: Fyrri hálfleikurinn líklega sá besti sem við höfum spilað í sumar
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afturelding tóku á móti Njarðvíkingum í kvöld þegar 20.umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Afturelding hafa verið eitt heitasta lið deildarinnar um síðustu mundir og gátu með sigri í dag lyft sér upp í umspilssæti. 


Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  1 Njarðvík

„Hrikalega stoltur af strákunum. Mér fannst við verðskulda, við byrjum leikinn af rosalegum krafti og fyrri hálfleikurinn líklega sá besti sem við höfum spilað í sumar. Stöðvum allar þeirra sóknir í fæðingu og hefðum meir að segja getað skorað fleiri mörk þó ég sé alls ekki að kvarta yfir að við skorum fjögur." Sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir sigurinn í kvöld.

„Við vorum búnir að skoða þá vel og lokuðum á þeirra hættulegustu menn og þeirra aðgerðir og gerðum það vel. Við vorum svo bara grimmari en þeir. Mér fannst við sýna það, við vorum grimmari í öllum aðgerðum og svo spiluðum við frábærlega. Við erum nátturlega með að mínu mati mjög gott fótboltalið og þegar við erum á deginum eins og í dag þá er erfitt að eiga við okkur og mér fannst við hitta á mörg góðan dag í dag."

Afturelding hafa verið á eldi í deildinni en frá því þeir töpuðu gegn Keflavík hefur verið allt annað að sjá til þeirra í deildinni.

„Ég held bara að menn kannski öðlist meiri sjálfstraust með hverjum sigri núna og svo bara sleppt aðeins og slakað á í öxlunum og sleppt fram af sér beislinu. Við vorum búnir að tapa mörgum leikjum fram að því og ekki spilað eins vel og við getum. Ég held að menn hafi bara aðeins slakað á og séð að það kemur alltaf nýr dagur þó að fótboltaleikir tapast og það þarf bara að halda áfram og gera réttu hlutina og það er það sem við höfum gert." 

Nánar er rætt við Magnús Már Einarsson þjálfara Aftureldingar í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner