Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
banner
   fös 30. ágúst 2024 22:18
Stefán Marteinn Ólafsson
Maggi: Fyrri hálfleikurinn líklega sá besti sem við höfum spilað í sumar
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afturelding tóku á móti Njarðvíkingum í kvöld þegar 20.umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Afturelding hafa verið eitt heitasta lið deildarinnar um síðustu mundir og gátu með sigri í dag lyft sér upp í umspilssæti. 


Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  1 Njarðvík

„Hrikalega stoltur af strákunum. Mér fannst við verðskulda, við byrjum leikinn af rosalegum krafti og fyrri hálfleikurinn líklega sá besti sem við höfum spilað í sumar. Stöðvum allar þeirra sóknir í fæðingu og hefðum meir að segja getað skorað fleiri mörk þó ég sé alls ekki að kvarta yfir að við skorum fjögur." Sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir sigurinn í kvöld.

„Við vorum búnir að skoða þá vel og lokuðum á þeirra hættulegustu menn og þeirra aðgerðir og gerðum það vel. Við vorum svo bara grimmari en þeir. Mér fannst við sýna það, við vorum grimmari í öllum aðgerðum og svo spiluðum við frábærlega. Við erum nátturlega með að mínu mati mjög gott fótboltalið og þegar við erum á deginum eins og í dag þá er erfitt að eiga við okkur og mér fannst við hitta á mörg góðan dag í dag."

Afturelding hafa verið á eldi í deildinni en frá því þeir töpuðu gegn Keflavík hefur verið allt annað að sjá til þeirra í deildinni.

„Ég held bara að menn kannski öðlist meiri sjálfstraust með hverjum sigri núna og svo bara sleppt aðeins og slakað á í öxlunum og sleppt fram af sér beislinu. Við vorum búnir að tapa mörgum leikjum fram að því og ekki spilað eins vel og við getum. Ég held að menn hafi bara aðeins slakað á og séð að það kemur alltaf nýr dagur þó að fótboltaleikir tapast og það þarf bara að halda áfram og gera réttu hlutina og það er það sem við höfum gert." 

Nánar er rætt við Magnús Már Einarsson þjálfara Aftureldingar í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner