Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
   fös 30. ágúst 2024 22:18
Stefán Marteinn Ólafsson
Maggi: Fyrri hálfleikurinn líklega sá besti sem við höfum spilað í sumar
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afturelding tóku á móti Njarðvíkingum í kvöld þegar 20.umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Afturelding hafa verið eitt heitasta lið deildarinnar um síðustu mundir og gátu með sigri í dag lyft sér upp í umspilssæti. 


Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  1 Njarðvík

„Hrikalega stoltur af strákunum. Mér fannst við verðskulda, við byrjum leikinn af rosalegum krafti og fyrri hálfleikurinn líklega sá besti sem við höfum spilað í sumar. Stöðvum allar þeirra sóknir í fæðingu og hefðum meir að segja getað skorað fleiri mörk þó ég sé alls ekki að kvarta yfir að við skorum fjögur." Sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir sigurinn í kvöld.

„Við vorum búnir að skoða þá vel og lokuðum á þeirra hættulegustu menn og þeirra aðgerðir og gerðum það vel. Við vorum svo bara grimmari en þeir. Mér fannst við sýna það, við vorum grimmari í öllum aðgerðum og svo spiluðum við frábærlega. Við erum nátturlega með að mínu mati mjög gott fótboltalið og þegar við erum á deginum eins og í dag þá er erfitt að eiga við okkur og mér fannst við hitta á mörg góðan dag í dag."

Afturelding hafa verið á eldi í deildinni en frá því þeir töpuðu gegn Keflavík hefur verið allt annað að sjá til þeirra í deildinni.

„Ég held bara að menn kannski öðlist meiri sjálfstraust með hverjum sigri núna og svo bara sleppt aðeins og slakað á í öxlunum og sleppt fram af sér beislinu. Við vorum búnir að tapa mörgum leikjum fram að því og ekki spilað eins vel og við getum. Ég held að menn hafi bara aðeins slakað á og séð að það kemur alltaf nýr dagur þó að fótboltaleikir tapast og það þarf bara að halda áfram og gera réttu hlutina og það er það sem við höfum gert." 

Nánar er rætt við Magnús Már Einarsson þjálfara Aftureldingar í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner