Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   fös 30. ágúst 2024 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Sáttari núna en síðast - „Var mjög hljóðlátur síðustu tvo daga"
Kvenaboltinn
John Andrews, þjálfari Víkings.
John Andrews, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum vonsvikin. Við gáfum tvö klaufaleg mörk í fyrri hálfleiknum og þetta var erfitt eftir það," sagði John Andrews, þjálfari Víkings, eftir annað 4-0 tapið gegn Breiðabliki á innan við viku.

Víkingar töpuðu 4-0 fyrir Breiðabliki síðasta sunnudag og það gerðist aftur í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

„Við náðum ekki að klukka þær í síðasta leik. Við töpuðum aftur í dag en leikmennirnir lögðu mikið á sig. Við vorum mjög stoltir af þeim. En við gáfum klaufaleg mörk og það er eitthvað sem við verðum að laga."

„Næsta skref er að koma á svona staði og gefa ekki klaufaleg mörk. Ég er ánægður með það hvernig karakter leikmennirnir mínir sýndu."

„Síðasti leikur endurspeglaðist kannski í því að við stóðum okkur vel að komast í efri hlutann og tókum fótinn aðeins af bensíngjöfinni. Ég ræddi við stelpurnar á mánudeginum og svo fórum við aftur að æfa. Ég var mjög hljóðlátur síðustu tvo daga út af frammistöðu leikmannana, en þær lögðu mikið á sig í dag. Við verðum að hætta að gefa klaufaleg mörk."

Víkingar eru í fjórða sæti og hafa náð markmiðum sínum að stórum hluta en John segir að liðið sé með stigamarkmið sem það ætlar sér að ná á næstu vikum. „Við töpuðum stigum í kvöld en það eru enn fjórir leikir eftir. Við lítum á þetta sem lítið mót og erum með stigamarkmið. Núna hvílum við okkur og komum sterkari til baka," sagði John að lokum.

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner