Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
   fös 30. ágúst 2024 20:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
„Það er eins ég sé í einhverri bíómynd hérna"
Sló í gegn í Lengjudeildinni og er nú að brillera í Bestu deildinni
Kvenaboltinn
Samantha Smith.
Samantha Smith.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fagnar marki.
Breiðablik fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður vel. Við erum að spila mjög vel og erum að toppa á réttum tíma. Ég er spennt fyrir næstu leikjum," sagði Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks, eftir 4-0 sigur gegn Víkingi í Bestu deild kvenna í kvöld.

Samantha átti frábæran leik en hún skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. „Það er gaman að spila með þessum stelpum og það er mér auðvelt. Ég er umkringd mjög góðum leikmönnum."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

Samantha lék frábærlega með FHL í Lengjudeildinni fyrri hluta tímabilsins og hjálpaði þeim að komast upp í Bestu deildina. Núna er markmiðið að hjálpa Blikum að ná Íslandsmeistaratitlinum eftir að hafa gengið í raðir Kópavogsfélagsins á láni í sumar.

„Það er eins ég sé í einhverri bíómynd hérna. Þetta er ekki raunverulegt, sérstaklega þegar ég bjó fyrir austan í kringum öll fallegu fjöllin. Núna bý ég í borginni og það er mjög gaman. Ég er að fá að upplifa nýjan kúltur og ég er glöð að vera hérna," segir Samantha.

Hvernig var að flytja frá Bandaríkjunum til Austfjarða á Íslandi?

„Það var klárlega eitthvað sem ég þurfti að venjast. Ég hef aldrei verið í kringum svona mörg fjöll og þegar ég kom var mikill snjór. Ég elska að búa á Íslandi, það er mjög gaman."

„Ég veit það ekki alveg (hvernig hún var sannfærð að flytja til Austfjarða). Ég þekki Lindu Boama úr Víkingi en við spiluðum saman í háskólaboltanum. Hún sagði alltaf að ég gæti spilað á Íslandi og þegar tækifærið kom, þá hoppaði ég á það. Og ég endaði á Austfjörðum. Ég sé ekki eftir neinu sem ég hef gert á síðustu mánuðum."

Breiðablik komst á toppinn með þessum sigri í kvöld. „Þetta var fullkomið tækifæri á silfurplata fyrir mig. Ég gat ekki hafnað þessu eftir að ég talaði við Nik. Kalli og stelpurnar í FHL studdu við bakið á mér."

Samantha segist ekki enn vita hvar hún spilar á næsta tímabili, það kemur í ljós. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner