Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
banner
   fös 30. ágúst 2024 20:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
„Það er eins ég sé í einhverri bíómynd hérna"
Sló í gegn í Lengjudeildinni og er nú að brillera í Bestu deildinni
Kvenaboltinn
Samantha Smith.
Samantha Smith.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fagnar marki.
Breiðablik fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður vel. Við erum að spila mjög vel og erum að toppa á réttum tíma. Ég er spennt fyrir næstu leikjum," sagði Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks, eftir 4-0 sigur gegn Víkingi í Bestu deild kvenna í kvöld.

Samantha átti frábæran leik en hún skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. „Það er gaman að spila með þessum stelpum og það er mér auðvelt. Ég er umkringd mjög góðum leikmönnum."

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

Samantha lék frábærlega með FHL í Lengjudeildinni fyrri hluta tímabilsins og hjálpaði þeim að komast upp í Bestu deildina. Núna er markmiðið að hjálpa Blikum að ná Íslandsmeistaratitlinum eftir að hafa gengið í raðir Kópavogsfélagsins á láni í sumar.

„Það er eins ég sé í einhverri bíómynd hérna. Þetta er ekki raunverulegt, sérstaklega þegar ég bjó fyrir austan í kringum öll fallegu fjöllin. Núna bý ég í borginni og það er mjög gaman. Ég er að fá að upplifa nýjan kúltur og ég er glöð að vera hérna," segir Samantha.

Hvernig var að flytja frá Bandaríkjunum til Austfjarða á Íslandi?

„Það var klárlega eitthvað sem ég þurfti að venjast. Ég hef aldrei verið í kringum svona mörg fjöll og þegar ég kom var mikill snjór. Ég elska að búa á Íslandi, það er mjög gaman."

„Ég veit það ekki alveg (hvernig hún var sannfærð að flytja til Austfjarða). Ég þekki Lindu Boama úr Víkingi en við spiluðum saman í háskólaboltanum. Hún sagði alltaf að ég gæti spilað á Íslandi og þegar tækifærið kom, þá hoppaði ég á það. Og ég endaði á Austfjörðum. Ég sé ekki eftir neinu sem ég hef gert á síðustu mánuðum."

Breiðablik komst á toppinn með þessum sigri í kvöld. „Þetta var fullkomið tækifæri á silfurplata fyrir mig. Ég gat ekki hafnað þessu eftir að ég talaði við Nik. Kalli og stelpurnar í FHL studdu við bakið á mér."

Samantha segist ekki enn vita hvar hún spilar á næsta tímabili, það kemur í ljós. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner