Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í Rosenborg eru komnar í úrslit norska bikarsins eftir að hafa unnið Lilleström, 2-1, í dag.
Blikinn hefur verið sjóðandi heit með Rosenborg síðustu vikur og auðvitað hélt hún því áfram í dag.
Selma skoraði fyrra mark Rosenborgar á 56. mínútu leiksins áður en henni var skipt af velli á 79. mínútu.
Rosenborg mun spila til úrslita og mætir þar Vålerenga, sem vann 3-2 endurkomusigur á Lyn. Ingibjörg Sigurðardóttir kom inn af bekknum á 70. mínútu.
Emilía markahæst í Danmörku
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Nordsjælland í 3-0 sigri á Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Þessi tvö mörk þýða það að Emilía er markahæst í deildinni með sex mörk.
Kristín Dís Árnadóttir kom inn af bekknum hjá Bröndby á 88. mínútu.
Nordsjælland er á toppnum með 11 stig en Bröndby í 4. sæti með 9 stig.
Athugasemdir