Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 30. október 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Jones gæti komist aftur í hópinn hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að Phil Jones eigi ennþá framtíð hjá félaginu.

Jones var ekki valinn í 25 manna hóp Manchester United í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni en Solskjær hefur gefið í skyn að hann gæti komið inn í hópana í janúar þegar má breyta nöfnum þar.

„Phil hefur verið meiddur og hann fór í aðgerð. Hann er að leggja hart að sér til að koma til baka og vonandi verður hann heill í desember," sagði Solskjær.

„Þegar þú ert meiddur þá kemstu ekki í hópinn. Hann er að vinna að því af kostgæfni að komast aftur í hópinn."

Hinn 28 ára gamli Jones á ennþá þrjú ár eftir af samningi hjá Manchester United en hann kom til félagsins frá Blackburn árið 2011.
Athugasemdir
banner
banner
banner