Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. nóvember 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jorge Jesus: Munurinn á Messi og Maradona er ástríða
Mynd: Getty Images
Jorge Jesus, þjálfari Benfica, lét úr sér afar umdeild ummæli þar sem hann sagði Lionel Messi, fyrirliða Barcelona og argentínska landsliðsins, ekki vera nægilega ástríðufullan.

Jesus ræddi um Diego Maradona sem lést á dögunum og nefndi ástríðu hans á fótbolta sem eiginleika sem skar hann úr frá fjöldanum. Jesus segir Cristiano Ronaldo búa yfir þessum eiginleika upp að vissu marki, en telur Messi ekki gera það.

„Maradona var algjör toppleikmaður og ólíkt mörgum hafði hann alvöru ástríðu fyrir leiknum. Hann var fæddur knattspyrnumaður, hann varð ekki svona góður þökk sé þrotlausri vinnu," sagði Jesus.

„Þegar þið skoðið tvo bestu leikmenn heims í dag og berið saman ástríðuna þá er Ronaldo með hana upp að vissu marki, ekki Messi.

„Ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að Messi sé ekki með neina ástríðu. Hann er frábær leikmaður en ekki eins og Maradona sem bar höfuð og herðar yfir alla aðra."


Messi skoraði í 4-0 sigri Barcelona í dag og tileinkaði Maradona markið með því að rífa sig úr treyjunni. Undir treyjunni var hann í gamalli Newell's Old Boys treyju, félagið sem Messi ólst upp hjá og Maradona spilaði fyrir 1993.
Athugasemdir
banner
banner
banner