Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 30. nóvember 2020 23:41
Victor Pálsson
Khedira opinn fyrir úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Sami Khedira, leikmaður Juventus, er opinn fyrir því að fara í ensku úrvalsdeildina þegar nýtt ár hefst.

Khedira er fyrrum landsliðsmaður Þýskalands en hann er 33 ára gamall í dag og fær ekkert að spila með ítölsku meisturunum.

Bæði Jose Mourinho, stjóri Tottenham og Caro Ancelotti, stjóri Everton, eru taldir skoða þann möguleika á að fá Khedira en þeir unnu með leikmanninum hjá Real Madrid.

Andrea Pirlo er stjóri Juventus í dag en hann hefur engan áhuga á að nota leikmanninn sem lék sinn síðasta landsleik fyrir tveimur árum.

„Ef tækifærið kemur upp að fara í úrvalsdeildinna þá er það mögueiki. Við erum í viðræðum og það er farið yfir hlutina," sagði Khedira við ZDF.

Khedira tók það einnig fram að hans draumur væri að spila fyrir þýska landsliðið á nýjan leik.

Athugasemdir
banner
banner