mið 30. nóvember 2022 16:25
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu markið: Ástralía að vinna Danmörku og er á leið áfram
Mynd: Getty Images
Það eru senur í lokaumferð D-riðils HM en nú er seinni hálfleikur í gangi í leikjunum.

Franska landsliðið, sem var öruggt með sæti í 16-liða úrslitum, er að tapa fyrir Túnis 1-0. Frakkar eru að hvíla marga og Youssouf Fofana tapaði boltanum á miðjunni áður en Wahbi Khazri skoraði á 58. mínútu.

Með því marki var Túnis á leið áfram þar sem staðan var markalaus í leik Ástralíu og Danmörku.

En Ástralía náði forystunni með marki Mathew Leckie á 60. mínútu og eins og staðan er núna þá eru Ástralir að fara að fylgja Frökkum í 16-liða úrslit keppninnar.

Eins og staðan er núna er danska liðið að fara að enda á botninum með aðeins eitt stig.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner