Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 30. nóvember 2022 18:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Foden beið lengi eftir tækifærinu: Fann fyrir smá pressu gegn Wales
Mynd: EPA

Phil Foden leikmaður Man City og enska landsliðsins fékk loksins tækifæri á HM í lokaumferð riðilsins þegar liðið mætti Wales.


Það hefur verið mikið kallað eftir því að hann fái að spila meira og loksins kom tækifærið. Hann nýtti það vel og skoraði eitt mark í 3-0 sigri.

„Ein besta tilfinning sem ég hef fundið á ferlinum. Þú sást það örugglega þegar ég var að fagna, þetta hefur svo mikla þýðingu. ÉG býst við meiru af sjálfum mér, ég ætlast til að skora fleiri mörk," sagði Foden eftir leikinn.

Hann átti erfitt með að láta umfjöllunina ekki trufla sig.

„Það er erfitt að heyra ekki það sem allir eru að segja en ég reyni að lesa það ekki of mikið, reyni að vera ég sjálfur, vera auðmjúkur og vinna hart að mér. Ég fann fyrir smá pressu gegn Wales, til að vera heiðarlegur því allir voru á ýta á að ég átti að spila. Ég reyndi bara að slaka á og spila minn leik," sagði Foden.

Foden þakkaði Southgate fyrir að gefa sér tækifæir.

„Allir vængmennirnir voru búnir að skora og 'Hvenær fæ ég tækifæri?' Svo að fá tækifæri til að spila í svona stórum leik og skora var extra einstakt," sagði Foden að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner