Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 30. nóvember 2023 17:30
Elvar Geir Magnússon
Dregið á laugardag í riðla fyrir EM
Dregið verður á laugardag klukkan 17.
Dregið verður á laugardag klukkan 17.
Mynd: Getty Images
Ísland á möguleika á að komast á EM.
Ísland á möguleika á að komast á EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið verður í riðla fyrir lokakeppni EM 2024 á laugardag. Drátturinn fer fram í Hamburg í Þýskalandi og hefst hann kl. 17:00.

Ísland er á meðal þátttökuþjóða í umspilinu um laust sæti í lokakeppninni. Því kemur í ljós á laugardag hvaða liðum íslenska liðið yrði með í riðli takist því að komast í gegnum umspilið.

Þau þrjú lið sem komast í gegnum umspil verða í fjórða styrkleikaflokki. Það er því ljóst að Ísland getur ekki lent í riðli með Ítalíu, Sviss eða Serbíu ef strákarnir okkar ná að komast í gegnum umspilið í mars.

Svona verða styrkleikaflokkarnir fyrir EM dráttinn:

1. styrkleikaflokkur:
Þýskaland, Portúgal, Frakkland, Spánn, Belgía og England.

2. styrkleikaflokkur:
Danmörk, Ungverjaland, Austurríki, Albanía, Tyrkland og Rúmenía.

3. styrkleikaflokkur:
Holland, Skotland, Slóvenía, Slóvakía, Tékkland og Króatía.

4. styrkleikaflokkur:
Ítalía, Sviss, Serbía og sigurvegararnir í umspilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner