Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. desember 2019 13:06
Elvar Geir Magnússon
Gylfi segist njóta sín í breyttu hlutverki
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson viðurkennir að breytt hlutverk sitt á miðsvæði Everton sé „öðruvísi" en hann kvarti ekki á meðan Everton sé að vinna leiki.

Everton hefur unnið báða leiki sína síðan Carlo Ancelotti tók við stjórnartaumunum.

Gylfi hefur spilað báða leikina en verið aftar á vellinum en venjulega. Hann var spurður út í þetta varnarhlutverk sitt á miðsvæðinu.

„Það er öðruvísi að spila þetta en ég finn mig vel. Ég fæ ekki að fara mikið fram og þetta er allt annað hlutverk. En ég er að njóta þess," segir Gylfi.

„Við erum að spila annað leikkerfi en það er ekki hægt að kvarta þegar við vinnum tvo leiki á þremur dögum."

Gylfi segir að Ancelotti sé með einföld og skýr skilaboð.

„Við höfum ekki fengið mikinn tíma með nýjum stjóra til að vinna í hlutunum. Við höfum horft á myndbönd og farið aðeins út á æfingavöllinn en það hefur ekki verið mikið æft út af leikjaálaginu," segir Gylfi.

„Við höfum verið öflugir varnarlega og það hefur hjálpað. Þessir tveir sigurleikir gefa liðinu sjálfstraust."
Athugasemdir
banner
banner
banner