Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 31. janúar 2023 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mosquera fer frá Wolves til Bandaríkjanna
Yerson Mosquera, miðvörður Wolves, verður lánaður frá félaginu út árið 2023. Hann er að ganga í raðir FC Cincinnati í bandarísku MLS-deildinni.

Kólumbíumaðurinn Mosquera kom til Wolves árið 2021 frá Atletico Nacional í heimalandinu. Hann hefur ekkert komið við sögu á tímabilinu en hefur verið í hóp ellefu sinnum í úrvalsdeildinni.

Hann er 21 árs gamall og hefur frá komu sinni til Wolves einungis einu sinni spilað keppnisleik. Það var í deildabikarnum á síðasta tímabili.

Wolves fékk inn Craig Dawson frá West Ham sem opnaði möguleika fyrir Mosquera til að fara annað.
Athugasemdir