Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 31. maí 2020 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chicharito: Mun meira áreiti á Spáni en í Manchester
Mynd: Getty Images
Javie 'Chicharito' Hernandez skrifaði undir samning við LA Galaxy í MLS-deildinni í vetur. Hann kom fyrst fram á stóra sviðið árið 2010 þegar hann lék með Mexíkó á HM og var um það leyti keyptur til Manchester United.

Hann hefur einnig leikið með West Ham, Bayer Leverkusen og Real Madrid.

Hernandez sagði frá muninum á því að spila hjá Real og að spila hjá Man Utd í viðtali um helgina.

„Umhverfið er öðruvísi," sagði Chicharito við Rio Ferdinand. „Það er rólegra á Englandi á meðan á Spáni og í Portúgal er 'latínó' menningin ríkjandi, allt er opnara."

„Hjá United leið mér eins og meiri virðing væri borin fyrir leikmönnum á meðan á Spáni var sýnd virðing en ef fólk vildi mynd var gripið í mann, svoleiðis hlutir. Maður yrði spurður á Englandi en á Spáni er fólk ákveðnara með svona hluti og láta þá gerast. Það er meiri pressa á manni sem leikmaður Real heldur en það var hjá United."

Athugasemdir
banner
banner
banner