Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 31. júlí 2021 12:19
Brynjar Ingi Erluson
Kaio Jorge valdi Juventus - Á leið til Ítalíu
Kaio Jorge
Kaio Jorge
Mynd: Getty Images
Brasilíski framherjinn Kaio Jorge er á leið til Ítalíu að ganga frá samningum við ítalska félagið Juventus. Portúgalski blaðamaðurinn Pedro Almeida greinir frá þessu.

Jorge er 19 ára gamall og á mála hjá Santos en samningur hans við félagið gildi til desember.

Santos hélt því fram að það væri ekki satt og að hann væri samningsbundinn til 2023 en það hefur nú fengist staðfest að hann á aðeins nokkra mánuði eftir af samningnum.

Stærstu félög Evrópu hafa fylgst með Kaio Jorge en Milan og Juventus leiddu baráttuna um hann.

Samkvæmt Pedro Almeida þá eru félagaskipti Jorge til Juventus nánast frágengin og er framherjinn á leið til Ítalíu að ganga frá skiptunum. Juventus borgar 3,5 milljónir evra fyrir leikmanninn og gerir hann langtímasamning.

Jorge hefur skorað 8 mörk og lagt upp 3 í 28 leikjum með Santos frá því hann byrjaði að spila með aðalliðinu fyrir þremur árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner