Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 31. júlí 2021 09:45
Fótbolti.net
Útvarpsþátturinn í verslunarmannahelgargír á X977 í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net tekur sér ekki frí um verslunarmannahelgina og verður á dagskrá á sínum tíma í dag laugardag mili 12 og 14.

Elvar Geir og Tómas Þór fara yfir allt það helsta sem var í gangi í boltanum í vikunni, fréttirnar úr íslenska og enska boltanum.

Spennan magnast í Lengjudeildinni og í Ofurdeildinni er Breiðablik kyndilberi Íslands eftir frækinn sigur gegn Austria Vín.

Árni Vilhjálmsson, sóknarmaður Blika, verður á línunni.

Þá mætir Þórir Hákonarsson, fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ og sérfræðingur þáttarins í fótboltapólitík, og ræðir um peningamál í boltanum.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner