Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   mán 31. júlí 2023 23:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tryggvi Haralds: Mjög auðvelt að mótivera sig á móti KR vitandi þýðinguna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Mér líður bara virkilega vel með sigurinn, við mætum mjög vel gíraðir og það voru allir með kveikt á sér í dag. Mér finnst við bara spila virkilega góðan bolta, fáum fullt af færum, skorum fjögur mörk og siglum þremur stigum heim," sagði Tryggvi Hrafn Haraldsson, einn af markaskorurum Vals, eftir sigurinn gegn KR í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 0 -  4 Valur

„Völlurinn er orðinn virkielga góður, það má segja að hann sé til fyrirmyndar, auðvitað skoppar boltinn öðruvísi og þetta er aðeins öðruvísi, en það var ekkert vandamál að aðlagast grasinu."

Valur vann 5-0 sigur í fyrri leik liðanna í sumar. Líður Valsmönnum svona vel á móti KR?

„Já, það er mjög auðvelt að mótivera sig á móti KR, vitandi hvað þetta þýðir fyrir Valsara. Við þurfum rosa lítið að segja fyrir þessa leiki, það vita allir að við þurfum að vera með kveikt á okkur í þessum leikjum, sem við erum búnir að vera og skilað tveimur frábærum frammistöðum á móti þeim í sumar."

Fyrir leikinn í kvöld unnu Valsmenn eins marks sigur gegn Fram og þar á undan tapaði liðið gegn Stjörnunni. Vildu menn fara upp á hærra plan?

„Klárlega. Við áttum ekki nógu góða frammistöðu á móti Stjörnunni, eigum góðan fyrri hálfleik á móti Fram en dölum aðeins í seinni. Við ætluðum að skila heilsteyptri frammistöðu í dag, sem mér fannst við gera."

Tryggvi skoraði annað mark Vals í gær og er skráður með stoðsendingu í þriðja markinu hér á Fótbolti.net.

„Ég held ég fái nú ekki þessa stoðsendingu samt. En fínt að skora í dag, reyna að safna stigum fyrir liðið," sagði sóknarmaðurinn. Hann er búinn að skora níu mörk í sautján leikjum í Bestu deildinni í sumar.

Viðtalið við hann er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst. Hann er þar spurður út í yngri bræður sína sem gengu í raðir Lille í Frakklandi á dögunum og samningsmál sín.
Athugasemdir
banner