Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   fös 28. desember 2007 20:13
Hafliði Breiðfjörð
Margrét Lára Viðarsdóttir er Íþróttamaður ársins 2007
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margrét Lára Viðarsdóttir var nú í kvöld útnefnd Íþróttamaður ársins 2007 í hófi sem nú fer fram á Grand Hótel í Reykjavík. Margrét Lára hlaut 496 atkvæði í kjörinu en í öðru sæti var Ólafur Stefánsson handboltamaður með 319 atkvæði og í því þriðja Ragna Ingólfsdóttir badmintonkona með 225 atkvæði.

Margrét Lára átti frábært ár bæði með Val og íslenska landsliðinu á árinu og sló markamet með báðum liðum.

Hún sneri til Íslands snemma árs eftir að hafa hætt hjá þýska félaginu Duisburg. Hún ákvað í febrúar að ganga til liðs við Val að nýju og lék með þeim allt tímabilið.

Hún lék í heildina alla 16 leiki Vals í Landsbankadeild kvenna í sumar og skoraði í þeim 38 mörk og bætti þar með met frá árinu 2006 sem hún hafði sjálf sett er hún skoraði 34 mörk í 13 leikjum.

Hún skoraði einnig eitt mark í eina bikarleik Vals á tímabilinu auk þess sem hún skoraði átta mörk í sex leikjum Vals í Evrópukeppni kvennaliða.

Hún lék alla 9 landsleiki Íslands á árinu og skoraði í þeim átta mörk. Í þriðja leiknum á árinu gegn Portúgal á æfingamóti á Algarve setti hún markamet með íslenska landsliðinu aðeins 20 ára gömul. Hún hefur nú skorað 29 mörk í 35 landsleikjum fyrir Íslands hönd.
Athugasemdir
banner
banner