Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 08. júlí 2008 18:07
Hafliði Breiðfjörð
Jónas Hallgrímsson útskýrir afhverju hann hætti vegna dómgæslu
Jónas Hallgrímsson.
Jónas Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
,,Strákarnir eru búnir að hóta því að hætta líka, ég veit ekki hvað verður úr því en ég er búinn að segja þeim að það gangi ekki.
,,Strákarnir eru búnir að hóta því að hætta líka, ég veit ekki hvað verður úr því en ég er búinn að segja þeim að það gangi ekki.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
,,Þessir menn fá borgað fyrir þetta, þeir hafa ekkert leyfi til að koma brosandi út af eftir að hafa hegðað sér eins og fífl.  Fótboltinn á að vera eftir knattspyrnulögunum og tilfinningum um það en ekki að þeir ákveði bara hvernig leikirnir fara eftir sínum geðþótta.
,,Þessir menn fá borgað fyrir þetta, þeir hafa ekkert leyfi til að koma brosandi út af eftir að hafa hegðað sér eins og fífl. Fótboltinn á að vera eftir knattspyrnulögunum og tilfinningum um það en ekki að þeir ákveði bara hvernig leikirnir fara eftir sínum geðþótta.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
,,Ég get ekki hvatt unga menn til að æfa og stunda knattspyrnu á vegum KSÍ. Það er fínt að menn æfi og leiki sér í fótbolta en ekki að keppa á vegum KSÍ þegar að vinnubrögðin eru svona, þeim er alveg sama.
,,Ég get ekki hvatt unga menn til að æfa og stunda knattspyrnu á vegum KSÍ. Það er fínt að menn æfi og leiki sér í fótbolta en ekki að keppa á vegum KSÍ þegar að vinnubrögðin eru svona, þeim er alveg sama.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
,,Þegar dómarar frá Akureyri koma hingað, hví þurfa þeir stundum að láta alveg eins og fífl?  Við höfum ekkert gert þeim, þetta hljóta að vera gamlar erjur eða eitthvað.  Það er eins og það hlakki stundum í þeim að fá að gera einhverja djöfulsins vitleysu þegar þeir komast upp með það.
,,Þegar dómarar frá Akureyri koma hingað, hví þurfa þeir stundum að láta alveg eins og fífl? Við höfum ekkert gert þeim, þetta hljóta að vera gamlar erjur eða eitthvað. Það er eins og það hlakki stundum í þeim að fá að gera einhverja djöfulsins vitleysu þegar þeir komast upp með það.
Mynd: Fótbolti.net - Hilmar Valur Gunnarsson
Ég er búinn að lenda í KSÍ áður.  Það er búið að hóta okkur áður að ef við höldum ekki kjafti þá skuli KSÍ sjá til þess að fótboltinn á Húsavík eigi sér ekki viðreisnar von.  Það er búið að hóta okkur því áður og ég ætla ekki að standa í þessu.
Ég er búinn að lenda í KSÍ áður. Það er búið að hóta okkur áður að ef við höldum ekki kjafti þá skuli KSÍ sjá til þess að fótboltinn á Húsavík eigi sér ekki viðreisnar von. Það er búið að hóta okkur því áður og ég ætla ekki að standa í þessu.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hilmar Valur Gunnarsson
Eins og við greindum frá fyrr í dag er Jónas Hallgrímsson hættur þjálfun 2. deildarliðs Völsungs vegna dómgæslu í 2. deildinni. Í ítarlegu viðtali við Fótbolta.net í dag útskýrir hann ákvörðun sína og segist vilja fórna sér til að þessi mál verði löguð. Hann segir leikmenn liðsins vilja hætta líka en vonar að af því verði ekki og liðið haldi áfram keppni í 2. deildinni.

Leikrit sem ég vil ekki taka þátt í
,,Ég hætti vegna dómgæslu og hvernig dómarar eru búnir að haga sér gagnvart Völsungi þetta sumarið," sagði Jónas í samtali við Fótbolta.net í dag. ,,Við erum með prútt lið og erum ekki með kjaft og ekki grófir en það er búið að hrauna yfir okkur í það mörgum leikjum að það er kominn tími til að stoppa. Þetta er orðið ekkert líkt neinum fótbolta, dómararnir hafa bara áhrif á hvernig leikirnir fara í meira en helmingi tilfella og þegar svo er þá á ég ekki samleið með þeim allavega."

Hefur þér fundist þetta fara versnandi?
,,Jájá, þetta er bara orðin hlutdrægni hrein og klár, það skiptir engu máli hvort við skorum fleiri mörk en andstæðingurinn, við förum bara heim með tap. Við erum reknir útaf fyrir að gera ekki neitt af okkur."

,,Síðasti leikur kórónaði allt saman, þá var tekið af okkur mark sem var ekkert að og strákur sem er tvisvar sinnum negldur niður inni í teig er rekinn útaf fyrir leikaraskap. Hann hefur ekkert gert af sér og er kominn í bann, það er eitthvað sem allir í hinu liðinu og allir segja að sé glórulaust, þetta var pjúra víti."


,,Þetta gerðist gegn Víði í Garði, og á Sauðárkróki og í Hveragerði. Þar hegðuðu Hvergerðingar sér mjög illa og ódrengilega og komust upp með að negla okkur niður aftanfrá og allaveganna. Það eru hrein og klár rauð spjöld, þetta er bara ekki í knattspyrnulögunum og ef þeir geta ekki verið eins og menn og farið að bera virðingu fyrir fótbolta þá hef ég enga samleið með þeim. Þeir eru í einhverju leikriti sem ég ætla ekki að taka þátt í."

Leikmennirnir hóta að hætta

Er ljóst hver tekur við starfi þínu?
,,Ég veit ekkert hver tekur við. Ég hætti bara eftir fyrri umferðina, það eru tveir leikir í viðbót. Strákarnir eru búnir að hóta því að hætta líka, ég veit ekki hvað verður úr því en ég er búinn að segja þeim að það gangi ekki."

,,Þeir eru búnir að hóta að hætta en það á náttúrulega eftir að funda með þeim. Þeir sögðust allir ætla að hætta, það er oft sagt í fljótfærni. Ég sagði að þeir myndu ekkert hætta, það er ekki hægt að leyfa þeim að komast upp með það. Ef að KSÍ biður strákana afsökunar eða eitthvað þá má skoða það eitthvað en að öðru leyti þá er ég hættur afskiptum af knattspyrnu."

,,Við keyrum í alla leiki og eyðum öllum þessum tíma í þetta. Það er hraunað á okkur, menn eru stoltir af því og ég er ekki ánægður með það."


Gæti farið svo að liðið þurfi að draga sig úr keppni?
,,Það vona ég ekki, ekki væri það nú til að bæta það. Það væri uppgjöf, en ég er tilbúinn að fórna mér svo það verði vakning á þessu, þetta gengur ekki lengur. Eftirlitsdómararnir eru svo bara vinir þeirra sem koma, svo eru þeir eftirlitsdómarar hjá hinum sem dæma á eftir, þeir koma bara í sömu bílum og eru bara vinir. Þetta gengur ekki."

,,Þegar úrvalsdeildardómararnir koma út á land og dæma þá hegða þeir sér alveg eins og fífl. Það er enginn eftirlitsdómari og engar myndavélar. Þeir eru bara hlæjandi og eyðileggja leikinn og eru bara stoltir af því. Þeir eru fínir í sjónvarpinu og úrvalsdeildinni, það er fínt þar. Ég var að sjá leik, Þór - Haukar, fyrir okkar leik og það var ekkert athugavert við dómgæsluna, hún var flott. En þetta er bara orðinn fíflagangur. Þeim er borgað fyrir þetta og þeir hegða sér eins og fífl og eru stoltir af því. Þeir eru ekki að skammast sín eftir leiki. Þeir eru ekkert nema drýgindi."

,,Þessir menn fá borgað fyrir þetta, þeir hafa ekkert leyfi til að koma brosandi út af eftir að hafa hegðað sér eins og fífl. Fótboltinn á að vera eftir knattspyrnulögunum og tilfinningum um það en ekki að þeir ákveði bara hvernig leikirnir fara eftir sínum geðþótta."


Dómararnir hafa algjörlega stjórn á því hvernig leikirnir fara

Ertu hættur afskiptum af fótbolta?
,,Ég var að byrja aftur (í boltanum) eftir mörg ár og þetta hefur versnað til muna. Ég er bara fótboltaáhugamaður, spila drengilegan fótbolta og hvet strákana til þess. Ég get ekki tekið þátt í svona vitleysu, þetta er orðið rotið og dómararnir hafa algjörlega stjórn á því hvernig leikirnir fara. Þegar það er komið svo fyrir þessu þá segi ég að það er ekki hægt að hvetja unga knattspyrnumenn úti á landi til að iðka knattspyrnu, það er bara ekki réttlætanlegt."

,,Ég get ekki hvatt unga menn til að æfa og stunda knattspyrnu á vegum KSÍ. Það er fínt að menn æfi og leiki sér í fótbolta en ekki að keppa á vegum KSÍ þegar að vinnubrögðin eru svona, þeim er alveg sama. Við höfum enga leið til að hefna okkar, það er enginn dómari héðan sem við getum talað við og látið hefna okkar á móti þeim liðum sem eru að njóta þess. Ég er ekki að biðja um hlutdræga dómgæslu en maður er ekki sáttur þegar að búið er að koma svona fram við mann, vera varnarlaus og geta ekkert gert."

,,Ég hef bara verið vitni af mínum leikjum og finnst það skelfilegt utan þess að það er búið að dæma tvo leiki mjög vel og ekkert út á þá að setja. Ég er ekki að setja út á hin félögin nema í sumum tilfellum þegar þau ganga of langt þegar dómararnir leyfa þeim ýmislegt. Ég held að það sé einhver pólitík í þessu eða mútur, ég skal ekkert segja um það, ég þekki það ekki og hef ekki heyrt. Eins og dómararnir hegða sér eins og í leik okkar gegn Víði í Garði, það er alveg til háborinnar skammar. Það eru skýr lög í boltanum að ef þú sparkar í eða á eftir manni sem er farinn frá þá er það bara rautt spjald. Þetta er margsinnis búið að gera, þrisvar í leiknum, fyrir framan dómara og línuverði, sem gera ekkert. Mínir menn gera þetta ekki og mínir ungu strákar þurfa að horfa upp á þetta og líða fyrir þetta, ég tek ekki þátt í þessu lengur."

,,Þegar dómarar frá Akureyri koma hingað, hví þurfa þeir stundum að láta alveg eins og fífl? Við höfum ekkert gert þeim, þetta hljóta að vera gamlar erjur eða eitthvað. Það er eins og það hlakki stundum í þeim að fá að gera einhverja djöfulsins vitleysu þegar þeir komast upp með það."


Ég er búinn að lenda í KSÍ áður

,,Þetta er grunnurinn í íslenskum fótbolta, leikmenn utan að landi. Landsliðið er meira og minna skipað þessum leikmönnum og ef umgjörðin er svona þá er enginn standard í þessu. Ég er dómari sjálfur og ég er ekki að tala um einhver mistök hjá dómara, þeir gera mistök og ég veit alveg hvernig það er og hef aldrei rifið mig út af því. Þegar það er hlutdrægni á úrslit leikja, það er ósanngjarnt og það er í gangi.”

,,KSÍ verður bara að gera eitthvað í málunum ef þetta á að gera sig eitthvað. Héðan hafa komið fullt af efnilegum fótboltamönnum sem eru að hegða sér vel og eru flottir strákar. Ég hef verið í baráttu við þetta lengi og það hefur versnað og ég er bara orðinn of gamall til að standa í svona leiðindamálum."

,,Ég er búinn að lenda í KSÍ áður. Það er búið að hóta okkur áður að ef við höldum ekki kjafti þá skuli KSÍ sjá til þess að fótboltinn á Húsavík eigi sér ekki viðreisnar von. Það er búið að hóta okkur því áður og ég ætla ekki að standa í þessu."

,,Það var hótað mér og mínu liði í þriðja flokki fyrir nokkrum árum vegna hörmulegrar dómgæslu. Við vorum að spila í þriðja flokki og þjálfarinn hjá Stjörnunni neitaði að halda áfram að spila leikinn. KSÍ losuðu sig út úr þessu með því að hræða knattspyrnuráð og hóta. Ef þetta eru vinnubrögðin þá geta þeir átt sig. Þá hafa þeir þetta bara í þessu leikriti sem þeir eru í."

,,Ég vona bara að þetta verði bara til að kveikja áhugann á að skoða þetta og gera eitthvað í þessum málum. Dómarar eru til að dæma leiki en ekki til að stjórna hvernig þeir fari, þeim kemur ekkert við hvernig leikirnir fara."


Margir dómarar ekki alveg með fulla fimm

Hvaða leikir hafa verið vel dæmdir?
,,Það var mjög vel dæmdur leikurinn við Reyni Sandgerði og ekkert út á dómgæsluna að setja á móti Hetti. Við unnum þann leik hérna og Njalli [Njáll Eiðsson þjálfari Hattar] kallaði oft mikið og var svolítið ósáttur. Það má segja að það mátti dæma víti á sitthvort liðið, svona vafaatriði. En það var ekkert sem hafði áhrif á gang leiksins og engin hlutdrægni."

,,Málið er að menn sem hafa verið að fylgjast með fótbolta vita að margir af þessum dómurum eru ekki alveg með fulla fimm. Hérna á Norðurlandi eru þeir ekki allir heilir og það er bara orðið þannig hérna á Norðurlandi. Hvað er að gerast hér á Norðurlandi? KA og Þór geta ekki neitt og væru fallin niður í þessa deild [2. deild] ef það hefði ekki verð fjölgað liðum. Núna geta þau ekki neitt, allavega ekki Þór. Menn eru búnir að fá yfir sig nóg útaf þessu."

,,Þegar við förum suður er hraunað yfir okkur. Þegar við erum hérna fyrir norðan er oft hraunað yfir okkur. Það er vegna þess að við höfum verið í deilum við þessa menn í áratugi, þeir láta oft eins og vitleysingar, af því það er búið að hundskamma þá vegna þess að þeir dæma illa. Það bitnar á ungum strákum sem eru að byrja og ég vil ekki bjóða mínum strákum þetta. Við líðum fyrir dómgæsluna Ég reif aldrei kjaft sem leikmaður og fékk aldrei spjöld, hvorki gul né rauð og hef aldrei gert,"
sagði Jónas Hallgrímsson að lokum við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner