Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 08. júlí 2008 16:35
Hafliði Breiðfjörð
Jónas Hallgrímsson hættur með Völsung vegna dómgæslu!
Jónas Hallgrímsson.
Jónas Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Jónas Hallgrímsson þjálfari 2. deildarliðs Völsungs hefur sagt starfi sínu lausu hjá félaginu og mun aðeins stýra þeim í næstu tveimur leikjum liðsins og er svo hættur afskiptum af knattspyrnu en ástæðuna má rekja til slakrar dómgæslu sem hans menn hafa mátt þola í sumar.

Jónas útskýrir ákvörðun sína í ítarlegu viðtali sem verður birt hér á Fótbolta.net síðar í dag en hann segir síðasta leik liðsins hafa kórónað allt og eftir hann hafi hann ákveðið að hætta með liðið.

,,Ef þeir geta ekki verið eins og menn og farið að bera virðingu fyrir fótbolta þá hef ég enga samleið með þeim. Þeir eru í einhverju leikriti sem ég ætla ekki að taka þátt í," segir Jónas meðal annars í viðtalinu sem við birtum hér síðar í dag.

Jónas tók við Völsungi síðastliðið haust en hættir nú skyndilega. Hann er 46 ára gamall og var áður fyrr þekktur leikmaður og lék knattspyrnu fram yfir fertugt. Jónas þjálfaði Völsung frá 2000-2002 og hann lék einnig með liðinu til margra ára, síðast 2002 þegar hann lék 16 leiki í annarri deildinni, þá 41 árs gamall.
Athugasemdir
banner