Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fim 10. júlí 2008 15:12
Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson
Leikmenn Völsungs vilja Jónas Hallgrímsson áfram
Aron Bjarki í leik með Völsungi.
Aron Bjarki í leik með Völsungi.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Leikmenn 2. deildarliðs Völsungs fóru til Jónasar Hallgrímssonar fráfarandi þjálfara liðsins í gær og afhentu honum yfirlýsingu þar sem þeir hvöttu hann til að halda áfram þjálfun liðsins. 20 leikmenn skrifuðu undir yfirlýsinguna en eins og við höfum áður sagt frá hætti Jónas með liðið þar sem hann er ósáttur við stöðu dómaramála.

,,Þessi listi var gerður áður en nýju þjálfarnir voru ráðnir en mér og flestum í liðinu líst mjög vel á þá," sagði Aron við Fótbolta.net í dag.

,,Jónas er hættur en það vildu allir hafa hann áfram. Hann er frábær þjálfari, við eigum eftir að sakna hans," sagði Aron Bjarki Jósepsson fyrirlði Völsungs í samtali við Fótbolta.net í dag um yfirlýsinguna.

Í löngu viðtali við Fótbolta.net í fyrradag skaut Jónas föstum skotum vegna dómgæslu og dómgæslumála í landinu í gegnum árin og sagðist að lokum hættur afskiptum af knattspyrnu vegna þeirra.

,,Ég get ekki sagt að ég sé sammála öllu en það eru punktar í þessu hjá honum sem eru alveg réttir hjá honum," sagði Aron Bjarki.

Að lokum spurðum við Aron Bjarka hvort leikmenn liðsins ætli að halda áfram þrátt fyrir brottför Jónasar en Björn Olgeirsson og Róbert Ragnar Skarphéðinsson hafa tekið við liðinu.

,,Við höldum áfram og það er ekkert mál. Við þekkjum til Danna (Róberts) og ég þekki líka Björn. Við höldum áfram, það er ekkert annað í stöðunni," sagði hann að lokum.

Yfirlýsingu leikmannana sem þeir afhtentu Jónasi í gærkvöld má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner