De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   mán 09. janúar 2012 20:49
Brynjar Ingi Erluson
Markið hans Neymar það flottasta árið 2011
Brasilíski snillingurinn Neymar hjá Santos fékk í gærkvöld svokölluð Puskas verðlaunin sem knattspyrnusamband FIFA afhendir ár hvert, en þetta eru verðlaun fyrir flottasta mark ársins.

Það ættu flestir að kannast við markið hjá Neymar sem hann skoraði gegn Flamengo í 5-4 tapi gegn liðinu. Hann sólaði þá þrjá leikmenn Flamengo og lék á varnarmenn liðsins áður en hann skoraði framhjá markverðinum.

Wayne Rooney, leikmaður Manchester United fékk tilnefningu fyrir glæsimark sitt gegn Manchester City í viðureign liðanna á síðasta tímabili. Hann skoraði þá með hjólhest framhjá Joe Hart í markinu.

Þá var markið hjá Lionel Messi gegn Arsenal í Meistaradeildinni á síðasta tímabili einnig tilnefnt, en það kom eftir glæsilegt spil Barcelona.

Það voru upphaflega tíu tilnefningar en svo var skorið niður í þrjár, en á upprunalega listanum voru mörk tildæmis frá Zlatan Ibrahimovic og Giovani Dos Santos, sem skoraði frábært mark í Gullbikarnum gegn Bandaríkjunum.

Hér fyrir neðan má sjá markið hjá Neymar.