Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   sun 31. ágúst 2025 20:05
Sölvi Haraldsson
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög svekktur. Tvennt sem svekkir mig mest. Það er hvernig við byrjum leikinn fyrsta hálftímann, það skrifast á mig og strákana. En mér fannst við taka leikinn yfir í seinni hálfleik og leikurinn var í fullkomnu jafnvægi þegar þeir skora ólöglegt mark. Hann hoppar upp í hendurnar á Jökli fyrst áður en hann fer í boltann sem má ekki. Alveg eins og það má ekki fara í gegnum fæturnar á leikmanni og fara svo í boltann og skora. Leiðinlegt að eins reynslumikill dómari og Pétur sjái þetta ekki en hann leyfði leiknum að flæða og halda áfram.“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 2-1 tap gegn FH og hélt áfram.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Breiðablik

„Þetta er frábær dómari en hann verður að negla þetta. Það sem leiðinlegast er er að þetta er í þriðja sinn sem þetta gerist. Gegn KA hérna fyrir tveimur vikum töfrar Helgi Mikael einhverja vítaspyrnu sem var aldrei víti, í síðasta leik gegn Val vorum við 2-0 yfir og að spila frábærlega þegar þeir skora ólöglegt mark. Svo gerist þetta í dag. Þetta eru þrír leikir í röð sem andstæðingurinn skorar ólöglegt mark og við höfum ekki fengið neitt frá dómurunum í sumar. Ég skil alveg ein og ein mistök, það gerist. En ekki þrjá leiki í röð. Að þurfa að díla við þetta líka getur verið mjög erfitt.“

Maggi er ekki sáttur með Pétur og segir að þetta getur verið dýrt á endanum.

„Þetta er bara fáranlegt. Það gerir voðalega lítið fyir mig daginn eftir að heyra eitthvað sorry. Þeir þurfa að gera þetta betur dómararnir. Þetta er rosalega dýrt. Leikurinn er í fullkomnu jafnvægi þegar boltinn dettur inn á teiginn og Jökull grípur þennan bolta alla daga vikunnar en hann er skallaður í gegnum hendurnar á honum og inn, það má ekki. Í öllum deildum í heiminum er þetta brot nema hérna.“

Hvaða útskýringar fékk Magnús frá Pétri og dómarateyminu?

„Hann vildi meina að hann skallaði boltann beint inn sem ég sé ekki fyrir mér að sé hægt. Hann sagðist ætla að kíkja á þetta betur, þá sér hann að þetta séu mistök. Það gerir ekkert fyrir mig. Hörkubarátta hérna og það er nógu dýrt að þetta sé að gerast. Það er hellingur sem við getum gert betur og við vinnum í því á æfingasvæðinu. En það þarf að kalla eftir betri standard. Ég kallaði eftir VAR fyrr í sumar og það getur ekki komið nógu snemma.“

Að leiknum, hvernig sá Maggi þennan leik?

„Mér fannst frammistaðan góð fyrir utan fyrsta hálftímann. Það dugði hins vegar ekki í dag. Við fengum færin til þess að skora en það gekk ekki í dag. Það er núna tveggja vikna pása framundan og við þurfum að einbeita okkur að Skaganum í næsta leik.“

Viðtalið við Magga má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner