„Þetta er þungt tap, við vorum frábærir í 70.mínútur og hefðum geta skorað fleiri mörk, settum boltann einusinni í slánna og fleiri færi þannig þetta var þungt tap en því miður þá urðum við of passívir og litlir í okkur í lokin." voru fyrstu viðbrögð Hallgtríms Jónassonar þjálfara KA eftir 3-2 tap gegn Stjörnunni á Samsungvellinum í Garðabæ í dag.
Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 2 KA
KA menn voru frábærir í fyrri hálfleik og hefðu geta verið með stærra forskot þegar Vilhjálmur Alvar flautaði til hálfleiks.
„Þetta var góður fyrri hálfleikur og fyrstu 20 í seinni vorum við bara mjög flottir og eftir svona 70 mínútur þá fannst mér þeir ná góðum tökum á okkur, hentu stóra manninum fram og dældu löngum boltum og börðust og gerðu það vel og við náðum því miður ekki að díla nógu vel við það og við lentum í því að þurfa bíða og halda og þá fer þetta stundum svona."
Hallgrímur Jónasson var mjög ósáttur út í Stjörnuna í umgjörð leiksins en Stjarnan skilaði seint skýrslu inn ásamt því að hafa ekki vökvað völlinn í upphitun og sendir ákall á Knattspyrnusamband Íslands.
„Ég er í námi með Jökli og kann rosalega við hann og er að gera vel og ég ætla að leyfa honum að njóta vafans að hann sé ekki að stjórna þessu en hvernig Stjarnan tekur á móti liðunum hérna, hvernig þeir haga sér er til hálfborinnar skammar og KSÍ þarf að fara gera eitthvað í þessu."
Hallgrímur hélt áfram og útskýrði þetta nánar við hvað hann væri ósáttur við.
„Þetta eru mörg atriði, skila skýrslu of seint inn og þykjast ekki vita að hún eigi að koma þarna og allt óvart en voru svo nákvæmlega með á hreinu að það þyrfti ekki að skrifa undir fyrr en 45 mínútum seinna þannig okkar skýrsla birtist fyrr."
„Stjarnan er eina liðið á landinu sem hefur völlin skraufa þurrann þegar við erum að hita upp og svo þegar við förum í spil eftir að hafa haldið bolta þá rennbleita þeir okkur alla og sprauta inn í skílið okkar og sprauta útum allt hérna og þetta er bara lágkúrvulegt og til skammar að félagið skuli haga sér svona, þetta er eina liðið á Íslandi sem gerir þetta og þetta er ekki í fyrsta skiptið, þetta var nákvæmlega eins í fyrra , eru þeir að reyna komast inn í hausinn á liðunum, ég veit það ekki en þetta er bara ógeðslega lélegt."
Nánar var rætt við Hadda í viðtalinu hér að ofan.