Í gær hófst önnur umferð þýsku úrvalsdeildarinnar þegar nýliðar Greuther Fürth lögðu Mainz að velli með einu marki gegn engu.
Umferðin heldur áfram í dag með sex leikjum og hefjast fimm þeirra klukkan 13:30. Þá tekur Leverkusen á móti Freiburg á meðan ríkjandi meistarar Dortmund heimsækja Nürnberg.
Umferðin heldur áfram í dag með sex leikjum og hefjast fimm þeirra klukkan 13:30. Þá tekur Leverkusen á móti Freiburg á meðan ríkjandi meistarar Dortmund heimsækja Nürnberg.
Schalke mætir þá Augsburg á heimavelli og Werder Bremen og Hamburg eigast við í grannaslag.
Síðan í síðdegisleiknum mætast Düsseldorf og Mönchengladbach.
Leikir dagsins:
13:30 Leverkusen – Freiburg
13:30 Nürnberg – Dortmund
13:30 Hoffenheim - Eintracht Frankfurt
13:30 Schalke – Augsburg
13:30 Werder Bremen – Hamburger
16:30 Düsseldorf – Mönchengladbach
Athugasemdir