Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 26. ágúst 2013 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Mourinho um „ránið“ á Willian: Hættan við læknisskoðanir
Mourinho stráði smá salti í sár Tottenham.
Mourinho stráði smá salti í sár Tottenham.
Mynd: Getty Images
Tottenham hélt að Willian væri svo gott sem orðinn leikmaður liðsins eftir að hafa haft betur gegn Liverpool í baráttunni um Brasilíumanninn.

Willian gekkst undir læknisskoðun hjá Tottenham, en skyndilega hafði Roman Abramovich eigandi Chelsea tekið upp símann og bjallað í vin sinn og eiganda Anzhi, Suleyman Kerimov.

Þeir komust að samkomulagi og varð það til þess að Willian stakk Tottenham í bakið og gekk til liðs við Chelsea.

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sat fyrir svörum á blaðamannafundi áður en félagaskiptin voru endanlega staðfest, en notaði þó tækifærið til að skjóta aðeins á sinn gamla lærling Andre Villas-Boas.

„Ég vil ekki tala of snemma því fótboltinn getur stundum svikið mann,“ sagði Mourinho, sem var nýbúinn að eiga sinn stóra þátt í einmitt slíkum svikum.

„Þetta er hættan við að hafa læknisskoðanir áður en samningar eru undirritaðir.“

„Það besta er að hafa læknisskoðunina leynda.“


Þegar hann var spurður hvort að félagaskiptin væru nálægt því að klárast svaraði Mourinho: „Við verðum að senda hann í læknisskoðun.“

Uppskar hann mikinn hlátur frá blaðamönnum við þessi ummæli.
Athugasemdir
banner
banner
banner