ţri 14.okt 2014 18:14
Brynjar Ingi Erluson
U21: Ótrúlegar lokamínútur er Danir tryggđu sćti sitt á EM
watermark Úr leiknum sem fór fram á Laugardalsvelli
Úr leiknum sem fór fram á Laugardalsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ
Ísland U21 1 - 1 Danmörk U21 (1-1, Danir áfram á útivallarmarki)
0-1 Nicolaj Thomsen ('90 )
1-1 Hólmbert Aron Friđjónsson ('90, víti )

U21 árs landsliđ Danmerkur komst í dag áfram á Evrópumótiđ sem fer fram í Tékklandi nćsta sumar en liđiđ gerđi 1-1 jafntefli viđ U21 árs landsliđ Íslands. Danmörk komst ţví áfram á útivallarmarki.

Danir voru töluvert sókndjarfari í leiknum en íslenska vörnin hélt vel. Ólafur Karl Finsen kom íslenska liđinu yfir undir lok leiksins er Orri Sigurđur Ómarsson átti frábćra fyrirgjöf en markvörđur danska liđsins missti ţá boltann áđur en Ólafur kom boltanum í netiđ.

Dómari leiksins dćmdi markiđ af ţar sem hann taldi Ólaf hafa brotiđ á markverđinum. Ţađ var svo undir lok leiksins er Danir fengu innkast. Innkastiđ var langt og flaug inn í teiginn og ţar var mćttur Nicolaj Thomsen til ţess ađ koma boltanum í netiđ.

Íslendingar fengu vítaspyrnu mínútu síđar er Sverrir Ingi Ingason var felldur í teignum. Hólmbert Aron Friđjónsson steig á punktinn og skorađi af öryggi. Lokatölur ţví 1-1 á Laugardalsvelli en afar svekkjandi úrslit fyrir íslenska liđiđ í dag.

Vörnin var skipulögđ í báđum leikjum en ţađ var einbeitingaleysi í augnablik sem réđi úrslitum í dag. Ţađ verđur ţó ekki tekiđ af íslenska liđinu ađ árangurinn er búinn ađ vera frábćr í ţessari undankeppni og ljóst ađ framtíđin er björt.
Athugasemdir
banner
Nýjustu fréttirnar
Jóhann Már Helgason
Jóhann Már Helgason | mán 15. október 09:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 12. október 08:25
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 04. október 17:10
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 27. september 13:10
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | miđ 15. ágúst 14:18
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 03. ágúst 09:45
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | lau 28. júlí 07:00
Björn Már Ólafsson
Björn Már Ólafsson | fim 05. júlí 17:22
fimmtudagur 15. nóvember
A-karla Ţjóđadeildin 2018
19:45 Belgía-Ísland
Koning Boudewijn Stadion
sunnudagur 18. nóvember
A-karla Ţjóđadeildin 2018
19:45 Sviss-Belgía