Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 11. nóvember 2014 14:00
Elvar Geir Magnússon
Viðar heldur áfram að sópa að sér verðlaunum
Viðar á landsliðsæfingu.
Viðar á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson var í gærkvöldi valinn besti sóknarmaður norsku deildarinnar á nýafstöðnu tímabili.

Tilkynnt var um valið á verðlaunaafhendingu norska knattspyrnusambandsins.

Viðar var markakóngur deildarinnar en hann skoraði 25 mörk í 29 deildarleikjum fyrir Valerenga.

Þá er Viðar valinn í úrvalslið tímabilsins af Verdens Gang og Nettavisen valdi hann leikmann ársins.

Hann er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Belgum í vináttuleik annað kvöld og Tékklandi í Plzen næsta sunnudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner