Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 08. maí 2015 17:00
Magnús Már Einarsson
Bjarni Mark og Viðar Þór í Fjarðabyggð (Staðfest)
Bjarni Mark Antonsson.
Bjarni Mark Antonsson.
Mynd: Heimasíða KA
Fjarðabyggð hefur fengið liðsstyrk fyrir átök sumarsins í 1. deildinni en Bjarni Mark Antonsson og Viðar Þór Sigurðsson hafa gengið til liðs við félagið á lánssamningum.

Bjarni Mark er miðjumaður sem kemur á láni frá KA. Bjarni gekk upp úr 2. flokki síðasliðið haust en hann er sonur Mark Duffield sem er leikjahæsti leikmaður í sögu Íslandsmótsins.

Viðar Þór er stór og stæðilegur framherji úr KR en hann er ennþá á elsta ári í 2. flokki.

Viðar hefur fengið smjörþefinn af því að leika með meistaraflokki KR á undirbúningstímabilinu.

Fjarðabyggð er spáð 10. sæti í 1. deildinni í sumar en liðið mætir Grindavík í fyrstu umferðinni á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner