Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Fanndís: Eigum bara ekki að þurfa að fá á okkur mark
Andrea Mist: Get ekki beðið, ég er að telja niður dagana
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Jonathan Glenn: Þegar það rignir þá hellirignir
Karen María: Loksins einhver önnur en Sandra
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
banner
   sun 20. september 2015 18:42
Jóhann Ingi Hafþórsson
Frostaskjóli
Gary Martin: Búið að vera martröð - Hef ekki hugmynd hvort ég verði áfram
Gary Martin
Gary Martin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary í kunnulegri stöðu.
Gary í kunnulegri stöðu.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Gary Martin Framherji KR kom í ítarlegt viðtal við Fótbolta.net eftir 3-0 tap liðsins gegn Stjörnunni í dag.

Englendingurinn byrjaði á bekknum eins og svo oft áður í sumar og var löngu orðið ljóst að hann var ekki sáttur við það hlutskipti.

Við byrjuðum á leik dagsins og segir hann að rauða spjaldið sem Stefán Logi Magnússon, markmaður liðsins fékk hafi breytt leiknum.

Lestu um leikinn: KR 0 -  3 Stjarnan

„Rauða spjaldið breytti leiknum, áður en við misstum mann útaf var þetta jafn leikur. Þótt þeir séu að eiga lélega leiktíð þá eru þeir samt með toppleikmenn. Þegar þeir eru manni fleiri þá verða þeir betri"

Hann sá þó ekki atvikið.

„Nei en ég talaði við menn sem voru fyrir aftan markið og þeir sögðu að þetta væri víti. Rauða spjaldið var harður dómur."

Gary var spurður út í spilatímann sinn hjá KR í sumar.

„Þetta er búið að vera martröð fyrir mig. Ég er búinn að byrja sex leiki í deildinni. Ég er ekki búinn að standa mig en ég hef ekki verið að fá tækifæri. Þetta er búið að vera erfitt fyrir mig og við höfum ekki unnið titil. KR er byggt á velgengni. Þú getur samt ekki unnið deildina nema þú eyðir ruglað miklum peningum eins og FH. Þeir keyptu deildina."

Gary segist hafa fengið útskýringar um hvers vegna hann hefur ekki spilað meira en vildi ekki deila þeim.

„Já, en ég ætla ekki að deila þeim núna. Það er ástæða fyrir öllu. Ég verð að taka því, ég verð mikið sterkari á næstu leiktíð. Ég var markakóngur tvö ár í röð og nú fæ ég varla að spila, það eru vonbrigði."

Hann var síðan spurður hreint út hvort hann yrði ennþá hjá KR á næstu leiktíð.

„Ég skal vera hreinskilinn, ég veit það ekki. Ég er ekki ánægður með þessa leiktíð og það verður tekin ákvörðun eftir leiktíðina en mitt hreinskilnislega álit er að ég hef enga hugmynd. Ég verð að spila, fólk skiptir um félög. Ég hef enga hugmynd hvort ég verði áfram á Íslandi, ég hef enga hugmynd hvort ég fari út. Ég er bara 24 ára og á fullt af árum eftir."

Gary segist vilja vera að berjast um markakóngstitilinn.

„Þú sérð Patrick (Pedersen) og Jonathan Glenn, ég ætti að vera að berjast við þá."

Bjarni Guðjónsson hefur verið gagnrýndur fyrir að skipa um framherja á milli leikja og er Gary ekki hrifinn af því enda vill hann spila alla leiki.

„Ég ræð engu um það, ef ég fengi að velja þá myndi ég spila alla leiki."
Athugasemdir
banner
banner
banner