Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 03. febrúar 2016 13:55
Ómar Vilhelmsson
Kennie Chopart í KR (Staðfest)
Kennie Chopart og Bjarni Guðjóns handsala samninginn
Kennie Chopart og Bjarni Guðjóns handsala samninginn
Mynd: KR
Danski sóknarleikmaðurinn Kennie Chopart hefur gengið til liðs við KR frá Fjölni og er samningur hans út tímabilið 2018.

Kennie gekk til liðs við Fjölni um mitt síðasta sumar og skoraði sex mörk í ellefu leikjum í Pepsi deildinni.

Fjölnir ákvað eftir tímabilið að nýta sér klásúlu og framlengja samning Kennie út þetta ár.

Kennie hefur verið orðaður við FH í vetur en nú er ljóst að hann fer í KR. Vesturbæjarliðið kaupir hann af Fjölni.

Þessi 26 ára gamli leikmaður spilaði einnig með Stjörnunni tímabilin 2012 og 2013.
Athugasemdir
banner
banner
banner