banner
miđ 16.maí 2018 15:30
Fótbolti.net
Spá ţjálfara og fyrirliđa í 2. deild kvenna: 4. sćti
Völsungur
watermark Völsungi er spáđ 4. sćti í 2. deild
Völsungi er spáđ 4. sćti í 2. deild
Mynd: Ađsend
watermark John Andrews er kominn aftur til Íslands og stýrir Völsungi
John Andrews er kominn aftur til Íslands og stýrir Völsungi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ
watermark Krista Eik (fyrir miđju) er mikilvćg í sóknarleik Völsungs
Krista Eik (fyrir miđju) er mikilvćg í sóknarleik Völsungs
Mynd: 640.is - Hafţór Hreiđarsson
watermark Frá leik Völsungs í fyrra
Frá leik Völsungs í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garđarsson
Fótbolti.net kynnir liđin sem leika í 2.deildinni í sumar eitt af öđru eftir ţví hvar ţeim er spáđ. Viđ fengum alla fyrirliđa og ţjálfara í deildinni til ađ spá fyrir sumariđ. Liđin fengu stig frá 1-7 en ekki var hćgt ađ spá fyrir sínu eigin liđi.

Spáin:
1.
2.
3.
4. Völsungur, 67 stig
5. Tindastóll, 65 stig
6. Fjarđabyggđ/Höttur/Leiknir, 34 stig
7. Einherji, 28 stig
8. Hvíti Riddarinn, 17 stig

4. Völsungur

Lokastađa í fyrra: 5. sćti í 2. deild

Ţjálfarinn: Írinn John Andrews tók viđ Völsungi í byrjun árs og snýr aftur í íslenska boltann eftir 5 ára fjarveru. Hann ţjálfađi kvennaliđ Aftureldingar međ góđum árangri áđur en hann hélt til Írlands og nú síđast Indlands ţar sem hann sá um styrktarţjálfun hjá Liverpool-akademíunni og Dsk Shivajians.

Völsungur endađi í 5. sćti í 2. deild í fyrra en var ţrátt fyrir ţađ lengi í baráttunni um ađ komast upp um deild. Ţrír af bestu leikmönnum síđasta tímabils eru ţó farnar á brott. Hin unga Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er farin ađ láta ađ sér kveđa međ Breiđablik í Pepsi-deildinni og ţćr Allison Christine Cochran og spilandi ţjálfarinn Kayla June Grimsley hafa einnig yfirgefiđ Húsavík. Ţar munar um minna og krefjandi verk bíđur nýja ţjálfarans sem ţarf ađ fá heimastelpurnar til ađ blómstra í stćrri hlutverkum en áđur. Ţá hefur liđiđ fengiđ góđan liđsstyrk í ţýska markverđinum Nadine Stonjek og Jóney Ósk Sigurjónsdóttir kemur međ mikla reynslu međ sér til baka til Völsungs eftir tvö ár í Keflavík.

Lykilmenn: Nadine Stonjek, Krista Eik Harđardóttir, Dagbjörg Ingvarsdóttir

John ţjálfari um spánna, fótboltasumariđ og endurkomuna í íslenska boltann:

„Ég á von á erfiđri deild. Ég hef ekki veriđ lengi á Íslandi og á erfitt međ ađ segja til um hvar ég held viđ munum enda, en ţađ eru góđ liđ í deildinni og ég býst viđ ađ ţetta verđi frábćr áskorun fyrir okkur.“

„Markmiđiđ er ađ gera betur en í fyrra. Ţađ ţýđir ađ á hverjum degi ţurfum viđ ađ gera betur en í gćr og takast á viđ áskoranir morgundagsins af krafti.“


En hverju má búast viđ í 2. deildinni í sumar?

„Ég hef bara séđ 3-4 liđ spila í ár og ţau hafa öll veriđ góđ. Ég á ţví von á mjög jöfnu og spennandi tímabili. Ég er líka ánćgđur međ hvernig ţjálfarar eru ađ vinna á Íslandi, frábćrt ađ sjá hversu mörg liđ eru ađ reyna ađ spila leikinn á réttan hátt og ég hlakka til ađ sjá hvernig mótiđ spilast.“

John er vel ţekktur í íslenska boltanum en hann spilađi áđur međ karlaliđi Aftureldingar og ţjálfađi svo kvennaliđ félagsins. Hann er nú mćttur ađ nýju eftir 5 ára fjarveru. Hvernig er ađ vera kominn aftur?

„Ég held ađ allir viti ađ ég elska Ísland og saknađi ţess ţegar ég var á Írlandi og Indlandi. Húsavík er bćr sem er ţekktur fyrir ađ framleiđa gott knattspyrnufólk.. Og ţađ sem meira máli skiptir, góđar manneskjur, svo ţađ er heiđur ađ vera hér. Eftir brjálćđiđ á Indlandi er gott ađ vera í rólegheitum á Húsavík og einbeita sér ađ ţjálfuninni.“

„Ég óska öllum leikmönnum, ţjálfurum og öđrum sem koma ađ íslenska boltanum góđrar leiktíđar og er viss um ađ ţađ sé frábćrt sumar í vćndum. Áfram Ísland!“


Komnar:
Jóney Ósk Sigurjónsdóttir frá Keflavík
Nadine Stonjek frá Ţýskalandi
Sandra Ósk Sćvarsdóttir frá Ţór
Una Kara Jónsdóttir frá KA

Farnar:
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í Breiđablik
Sigrún Ösp Ađalgeirsdóttir í Gróttu
Allison Christine Cochran
Kayla June Grimsley

Fyrstu leikir Völsungs:
18. maí Álftanes - Völsungur
31. maí Völsungur - Tindastóll
9. júní Augnablik - Völsungur
Athugasemdir
banner
Nýjustu fréttirnar
banner
banner
Heiđar Birnir Torleifsson
Heiđar Birnir Torleifsson | fös 16. nóvember 08:00
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | miđ 31. október 17:00
Jóhann Már Helgason
Jóhann Már Helgason | mán 15. október 09:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 12. október 08:25
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 04. október 17:10
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 27. september 13:10
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | miđ 15. ágúst 14:18
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 03. ágúst 09:45
No matches